Stefnumótunarfundur KA 2. mars

Almennt

Aðalstjórn KA stendur fyrir stefnumótunarfundi laugardaginn 2.mars n.k. frá 10:00-16:00 í sal Greifans, 2.hæð. Aðalstjórn samþykkti á fundi sínum nýlega að halda slíkan fund í kjölfarið á nýjum rekstrarsamning við Akureyrarbæ. Til fundarins eru boðaðir fulltrúar allra deilda félagsins, starfsmenn, iðkendur og aðrir áhugasamir félagsmenn.

Fyrir fundinum liggur að draga fram þarfagreiningu félagsins, annars vegar hvað varðar aðstöðu iðkenda KA og hinsvegar hvaða þjónustu æskilegt er að félagið veiti deildum og félagsmönnum sínum.

Aðalstjórn væntir þess að niðurstaða fundarins verði leiðbeinandi vegna skipulags á starfsemi félagsins og frekari viðræðna við Akureyrarbæ um uppbyggingu á félagssvæði KA.

Þar sem ekki er hægt að halda opin stefnumótunarfund að þessu sinni vill aðalstjórn gefa áhugasömum KA mönnum möguleika á því að sækja um þátttöku á fundinum. Áhugasamir sendi tölvupóst á siguroli@ka.is fyrir hádegi n.k. föstudag. Fjöldi þeirra sem boðin verður þátttaka fer eftir fjölda umsókna.

F.h. aðalstjórnar KA

Ingvar Gíslason


Knattspyrnufélag Akureyrar  |  Dalsbraut 1 600 Akureyri  |  S. 462 3482  |  ka@ka-sport.is