Myndaveislur Þóris frá síðustu heimaleikjum

Það er heldur betur búið að vera nóg í gangi á KA-svæðinu undanfarna daga en meistaraflokkslið félagsins léku fjóra heimaleiki á fjórum dögum frá föstudegi til mánudags. Þórir Tryggvason ljósmyndari var eins og svo oft áður á svæðinu og býður til myndaveislu frá öllum leikjunum
Lesa meira

Myndaveislur frá fyrsta heimaleiknum

Fótboltaveisla sumarsins fór af stað á sunnudaginn er KA tók á móti HK í fyrstu umferð Bestudeildarinnar. Aðstæður voru nokkuð krefjandi en engu að síður mættu tæplega 500 manns á leikinn og þökkum við ykkur kærlega fyrir stuðninginn
Lesa meira

Valdimar Logi framlengir út 2026

Valdimar Logi Sævarsson hefur skrifað undir nýjan samning við knattspyrnudeild KA og er nú samningsbundinn út sumarið 2026. Valdi er gríðarlega efnilegur og spennandi leikmaður sem hefur á undanförnum árum verið að vinna sér stærra og stærra hlutverk í meistaraflokksliði KA
Lesa meira

Viðar Örn Kjartansson í KA!

Knattspyrnudeild KA barst í dag heldur betur stórkostlegur liðsstyrkur þegar Viðar Örn Kjartansson skrifaði undir samning við félagið. Viðar Örn er einhver allra mesti markaskorari í sögu Íslands og segir það ansi mikið um það umhverfi sem við höfum skapað hér fyrir norðan að Viðar Örn gangi í raðir KA
Lesa meira

Dagbjartur Búi framlengir út 2026

Dagbjartur Búi Davíðsson hefur skrifað undir nýjan samning við knattspyrnudeild KA út árið 2026. Eru þetta afar jákvæðar fréttir en Dagbjartur Búi er gríðarlega spennandi ungur leikmaður sem er að koma upp úr yngriflokkastarfi KA
Lesa meira

Ingimar og Nóel í eldlínunni með U20

KA átti tvo fulltrúa í U20 ára landsliði Íslands í knattspyrnu sem lék tvo æfingaleiki við Ungverja á dögunum en báðir leikir fóru fram í Ungverjalandi. Þetta eru þeir Ingimar Torbjörnsson Stöle og Nóel Atli Arnórsson
Lesa meira

Ívar Örn framlengir út 2026!

Ívar Örn Árnason skrifaði í dag undir nýjan tveggja ára samning við knattspyrnudeild KA og er nú samningsbundinn félaginu út árið 2026. Þetta eru gífurlega jákvæðar fréttir enda hefur Ívar verið í algjöru lykilhlutverki í Bestudeildarliði KA undanfarin ár
Lesa meira

Nóel Atli spilaði fyrsta leikinn fyrir Álaborg

Nóel Atli Arnórsson lék sinn fyrsta byrjunarliðsleik með liði Álaborg í gær er Álaborg vann 4-3 sigur á Vendsyssel í toppslag í næstefstu deild í Danmörku. Er þetta afar flott skref hjá Nóel en hann er aðeins 17 ára gamall en með sigrinum fór Álaborg á topp deildarinnar
Lesa meira

Máni Dalstein skrifar undir samning út 2025

Máni Dalstein Ingimarsson skrifaði á dögunum undir samning við knattspyrnudeild KA sem gildir út keppnistímabilið 2025. Eru þetta afar jákvæðar fréttir en Máni sem er efnilegur miðvörður er fæddur árið 2006 og er í lykilhlutverki í 2. flokki KA
Lesa meira

Fjórir KA-menn léku með U17 gegn Finnum

Íslenska landsliðið í knattspyrnu skipað leikmönnum 17 ára og yngri lék tvo æfingaleiki við Finna í vikunni en leikið var í Finnlandi. KA átti fjóra fulltrúa í liðinu og átti ekkert lið jafn marga í hópnum
Lesa meira

Knattspyrnufélag Akureyrar  |  Dalsbraut 1 600 Akureyri  |  S. 462 3482  |  ka@ka-sport.is