Anna Soffía vann gull á RIG um helgina

Júdó
Anna Soffía vann gull á RIG um helgina
Anna Soffía og Alexander unnu bæði til verðlauna

Júdódeild KA átti hvorki fleiri né færri en 10 keppendur á Reykjavík International Games um sem fram fór um helgina. Árangurinn var í heildina frekar góður en uppúr stóð að Anna Soffía Víkingsdóttir sótti gull í flokki +70 hjá konunum og óskum við henni hjartanlega til hamingju með árangurinn.

Fleiri keppendur KA hömpuðu verðlaunum en Karl Stefánsson endaði í 2. sæti í flokki +100 og þau Alexander Heiðarsson og Kristín Embla Guðjónsdóttir enduðu í 3. sæti í sínum flokkum. Alexander keppti í -60 og Kristín Embla í +70 flokknum.

Gylfi Rúnar Edduson varð í 5. sæti í -60 flokknum, Edda Ósk Tómasdóttir varð í 6. sæti í -70, Adam Brands Þórarinsson varð í 7. sæti í -90 flokknum og þá varð Arnar Þór Björnsson í 7. sæti í -66 flokknum.

Að lokum kepptu þeir Skafti Þór Hannesson McClure og Unnar Þorri Þorgilsson í -81 flokki en ekki var keppt um öll sæti í þeim flokki.

Flottur árangur í heildina og júdódeild KA heldur áfram að sýna og sanna að hún hefur á að skipa einu besta starfi á landinu og verður gaman að fylgjast áfram með árangri okkar júdófólks á komandi mótum.


Knattspyrnufélag Akureyrar  |  Dalsbraut 1 600 Akureyri  |  S. 462 3482  |  ka@ka-sport.is