Auður og Rakel í lokahóp U17

Blak

Auður Pétursdóttir og Rakel Hólmgeirsdóttir voru í dag valdar í lokahóp U17 ára landsliðs Íslands í blaki sem tekur þátt í undankeppni EM í Köge í Danmörku dagana 17.-19. desember næstkomandi. Tamas Kaposi er aðalþjálfari og Tamara Kaposi-Peto er aðstoðarþjálfari.

Landsliðshópurinn æfði á Húsavík um helgina og nú hefur æfingahópurinn verið skorinn niður og er virkilega ánægjulegt að sjá bæði Auði og Rakel í lokahópnum. Í Danmörku mun íslenska liðið leika gegn Danmörku, Finnlandi, Noregi og Færeyjum og verður spennandi að sjá hvar stelpurnar standa gegn jafnöldrum sínum en þetta er fyrsta verkefni þessa landsliðs.

Við óskum stelpunum til hamingju með valið sem og góðs gengis í Köge.


Knattspyrnufélag Akureyrar  |  Dalsbraut 1 600 Akureyri  |  S. 462 3482  |  ka@ka-sport.is