0-2 sigur á Stjörnunni í Garđabć

Fótbolti
0-2 sigur á Stjörnunni í Garđabć
Mynd - Kristinn Magnússon / mbl.is

KA gerđi í dag góđa ferđ í Garđabćinn og sigrađi Stjörnuna 0-2. Stađan í hálfleik var markalaus en KA liđiđ mćtti frábćrlega í seinni hálfleikinn og komst í 0-2 á fyrstu tíu mínútum hálfleiksins.

Stjarnan 0 - 2 KA
0 - 1 Ólafur Aron Pétursson (’50) Stođsending: Hallgrímur Mar
0 - 2 Elfar Árni Ađalsteinsson (’55) Stođsending: Ýmir Már

Liđ KA:
Aron Dagur, Haukur Heiđar, Torfi Tímoteus, Hallgrímur J, Hrannar Björn, Ýmir Már, Almarr, Daníel, Andri Fannar, Hallgrímur Mar og Elfar Árni.

Bekkur:
Kristijan Jajalo, Ólafur Aron, Brynjar Ingi, Nökkvi Ţeyr, Sćţór og Alexander Groven.

Skiptingar:
Ólafur Aron inn – Daníel Hafsteins út (’45)
Alexander Groven inn – Andri Fannar út (’46)
Sćţór Olgeirs inn – Elfar Árni út (’70)

KA mćtti Stjörnunni í dag á Samsung vellinum í Garđabć í 5.umferđ Pepsi Max deildarinnar. KA gerđi eina breytingu á liđinu frá tapinu gegn Breiđablik í síđustu umferđ. Hallgrímur Jónasson kom inn í liđiđ. KA ţurfti ađ gera breytingu á byrjunarliđinu skömmu fyrir leik ţegar ađ Callum Williams meiddist í upphitun og kom Haukur Heiđar inn í liđiđ í hans stađ. KA telfdi ţví fram alíslensku byrjunarliđi og hefur ţađ ekki gerst í háa herrans tíđ.

KA hóf leikinn prýđilega og hélt boltanum vel innan liđsins og ţreifađi fyrir sér. Ţađ voru hins vegar heimamenn í Stjörnunni sem skoruđu mark eftir einungis sex mínútna leik ţegar ađ Guđmundur Steinn skallađi fyrirgjöf í markiđ af stuttu fćri en markiđ dćmt af ţar sem boltinn var farinn aftur fyrir endamörk í fyrirgjöf ţeirra.

Ţegar ađ stutt var til hálfleiks munađi engu ađ Stjörnumenn brytu ísinn. Ţá áttu Guđjón Baldvins og Hilmar Árni laglegan samleik sem lauk međ ţví ađ Hilmar Árni skaut í stöngina úr upplögđu fćri. Boltinn barst síđan aftur til Guđjóns sem átti skot ađ marki sem Aron Dagur varđi. Undir lok hálfleiksins ţurfti Daníel Hafsteinsson ađ fara af velli vegna meiđsla og í hans stađ kom Ólafur Aron Pétursson. Enn ein meiđslin hjá KA í sumar og vonandi ekki alvarlegt hjá Daníel.

Heimamenn í Stjörnunni voru hćttulegri seinni hluta fyrri hálfleiks en KA liđiđ var ţétt til baka og stađan í leikhléi markalaus. KA liđiđ ţurfti ađ gera breytingu í hálfleik vegna meiđsla en ţá fór Andri Fannar út og koma Alexander Groven inn á í hans stađ.

KA hóf seinni hálfleikinn af miklum krafti og eftir stuttan tíma áttu Groven og Hallgrímur flottan samleik á miđjunni sem lauk međ ţví ađ Groven átti sprett upp vinstri vćnginn og gaf fyrir á Ými sem framlengdi boltanum á Hrannar sem var í góđri stöđu út í teignum en skaut yfir markiđ.

Tveimur mínútum seinna fór Hallgrímur Mar illa međ varnarmenn Stjörnunar úti viđ hliđarlínu hćgra megin og átti flottan bolta fyrir markiđ sem Haraldur í marki Stjörnunar missti af í baráttu viđ Elfar Árna og endađi knötturinn hjá Ólafi Aroni sem skorađi af öryggi af stuttu fćri og KA komiđ yfir eftir frábćra byrjun liđsins í síđari hálfleik.

Markiđ gaf KA liđinu sjálfstraust og hélt liđiđ uppteknum hćtti og einungis fimm mínútum seinna áttu Elfar Árni og Ýmir Már frábćrt veggspil fyrir utan vítateig heimamanna sem endađi međ ţví ađ Elfar komst einn gegn Haraldi í marki Stjörnunar og var yfirvegađur í fćrinu og klárađi fćriđ framhjá honum KA komiđ í 0-2 eftir magnađa byrjun á seinni hálfleiknum.

Tíu mínútum seinna var ţjálfara Stjörnumanna nóg bođiđ og gerđi hann ţrefalda skiptingu. Stuttu seinna átti Hilmar Árni góđa aukaspyrnu beint á Baldur Sigurđsson sem skallađi í slánna og yfir. Stuttu seinna gerđi KA sína ţriđju breytingu en ţá fór Elfar Árni af velli en hann virtist meiddur á nára og vonandi ekki alvarlegt en Elfar Árni var magnađur í leiknum í dag.

Síđustu mínútur leiksins pressađi Stjörnuliđiđ KA vel og var KA liđiđ í skotgröfunum og komu ótal fyrirgjafir og skot ađ marki en alltaf náđi KA ađ bjarga. Varnarlína KA međ Aron Dag fyrir aftan stóđ allar árásir heimamanna af sér og ţrjú stigin okkar og magnađur 0-2 sigur í höfn.

Í fyrsta skipti sem KA vinnur Stjörnuna í efstu deild í 28 ár og ótrúlega gaman ađ horfa á liđiđ sem barđist til síđasta blóđdropa ţrátt fyrir öll meiđsla vandrćđin í leiknum og varnarleikurinn var par excellence. Liđsheild KA var geggjuđ í dag og spilađi liđiđ sem eitt og var alveg óhrćtt ađ halda boltanum og nýtti sénsana sína sóknarlega vel gegn ţéttu Stjörnuliđi. 

KA-mađur leiksins: Hallgrímur Jónasson (Besti leikur fyrirliđans fyrir KA frá ţví hann klćddist henni. Var magnađur og stýrđi vörninni eins og góđur kórstjóri. Vann ótal einvígi bćđi í loftinu og á jörđinni. Einnig áttu Ýmir Már, Elfar Árni, Ólafur Aron og Alexander Groven tilkall til ţess ađ verđa menn leiksins en ţeir voru frábćrir í dag og sjaldan veriđ eins erfitt ađ velja mann leiksins.)

Nćsti heimaleikur KA er laugardaginn nćstkomandi ţegar ađ viđ fáum ÍBV í heimsókn á Greifavöllinn. Hefst sá leikur kl.16:00 og vonumst viđ til ađ sjá sem flesta KA menn mćta tímanlega á leikinn norđanmegin og styđja viđ bakiđ á KA liđinu í baráttunni ađ ţremur stigum. Áfram KA!


Knattspyrnufélag Akureyrar  |  Dalsbraut 1 600 Akureyri  |  S. 462 3482 | Hafa samband