4-0 stórsigur á Íslandsmeisturunum

Fótbolti
4-0 stórsigur á Íslandsmeisturunum
Frábćr sigur stađreynd (mynd: Ţórir Tryggva)

KA tók á móti Íslandsmeisturum Vals í fyrsta leik liđanna í Lengjubikarnum í fótbolta í Boganum í dag. Fyrir leikinn var KA liđiđ búiđ ađ vinna alla sína ćfingaleiki á undirbúningstímabilinu en ljóst ađ leikur dagsins yrđi gríđarlega krefjandi enda flestir á ţví ađ liđ Vals sé ţađ besta á landinu.

KA 4-0 Valur 
1-0 Guđjón Pétur Lýđsson, víti ('38) 
2-0 Ólafur Aron Pétursson ('78) 
3-0 Ţorri Mar Ţórisson ('80) 
4-0 Torfi Tímoteus Gunnarsson ('90) 

Leikurinn hófst eins og ćtla mátti, Valsararnir voru meira međ boltann og KA liđiđ varđist vel. Svo vel reyndar ađ ţrátt fyrir ađ okkar liđ sći boltann lítiđ á köflum ţá var lítil sem engin hćtta upp viđ mark okkar liđs. Ţađ var í raun magnađ ađ fylgjast međ skipulaginu og aganum hjá varnarlínunni og ţar fyrir aftan var Aron Dagur Birnuson klár ţegar hann ţurfti ađ stíga inn í.

Ţađ var svo á 38. mínútu sem ađ Hallgrímur Mar Steingrímsson var felldur innan teigs og KA fékk ţví vítaspyrnu. Guđjón Pétur Lýđsson steig á punktinn og var ákaflega öruggur ţegar hann sendi Anton Ara í vitlaust horn og stađan orđin 1-0 sem voru svo hálfleikstölur.

Síđari hálfleikur hófst á svipuđum nótum og hvernig fyrri hálfleikurinn hafđi spilast, liđ Vals reyndi ađ finna glufur á okkar liđi en gekk ákaflega illa ađ skapa hćttu. Á sama tíma hafđi markiđ gefiđ okkar liđi aukiđ sjálfstraust og var gaman ađ sjá stígandann í spili okkar liđs sem varđ betra og betra er á leiđ leikinn.

Ţađ var svo á 57. mínútu sem ađ leikurinn breyttist er Ólafur Karl Finsen í liđi Vals uppskar sitt seinna gula spjald og ţar međ rautt. Tćpum 10 mínútum seinna fékk Kaj Leo í Bartalsstovu beint rautt spjald er hann virtist henda Andra Fannari Stefánssyni í jörđina og í leiđinni fara í andlitiđ á honum. KA ţví tveimur fleiri og í lykilstöđu á ađ klára leikinn.

Ólafur Aron Pétursson og Ţorri Mar Ţórisson komu inná og ţeir áttu svo eftir ađ setja mark sitt á leikinn. Ólafur Aron tvöfaldađi forystu KA međ laglegu skoti rétt fyrir utan vítateiginn eftir frábćran undirbúning frá Daníel Hafsteinssyni.

Stuttu síđar var stađan orđin 3-0 ţegar Ţorri Mar rak endahnútinn á góđa KA sókn ţar sem Hrannar Björn Steingrímsson fékk fyrirgjöf inn í teiginn og Hrannar tók hann í fyrsta fyrir markiđ ţar sem Ţorri klárađi listilega vel.

Torfi Tímoteus Gunnarsson skorađi svo fjórđa markiđ skömmu fyrir leikslok eftir barning í teignum. Ótrúlegar tölur í Boganum og vćntanlega ekki margir sem reiknuđu međ svona stórum sigri á Íslandsmeisturunum.

Frábćr byrjun í Lengjubikarnum og er KA liđiđ á toppi riđilsins eftir fyrstu umferđina á markatölu. Nćsti leikur liđsins er útileikur gegn Fram á laugardaginn nćsta og verđur spennandi ađ sjá hvernig strákarnir mćta til leiks enda verđur ţađ vćntanlega allt öđruvísi leikur en í dag.

Ţađ var gríđarlega jákvćtt ađ sjá hve mikiđ liđiđ bćtti sig er leiđ á leikinn í dag enda erum viđ ađ spila mikiđ á ungum strákum sem eru greinilega klárir í slaginn og óhrćddir viđ ađ láta finna fyrir sér. Valsliđiđ hinsvegar missti algjörlega hausinn og uppskar tvö rauđ spjöld og ţađ ber einnig ađ hrósa okkar liđi fyrir ađ halda dampi og á endanum keyra yfir andstćđinginn.


Knattspyrnufélag Akureyrar  |  Dalsbraut 1 600 Akureyri  |  S. 462 3482 | Hafa samband