5 handboltaleikir í KA-Heimilinu á morgun

Handbolti
5 handboltaleikir í KA-Heimilinu á morgun
Ungmennalið KA ætlar sér bikar á morgun

Það er alvöru dagskrá í KA-Heimilinu á morgun, laugardag, þegar alls fimm handboltaleikir fara fram. Ungmennalið KA leikur lokaleik sinn í vetur er liðið mætir ungmennaliði Fjölnis í hreinum úrslitaleik um sigur í 2. deildinni og því bikar í húfi fyrir strákana sem hafa nú þegar tryggt sér sæti í Grill 66 deildinni á næsta ári.

Þá leika bæði lið 3. flokks karla sína síðustu heimaleiki í vetur en bæði KA og KA2 mæta liðum HK úr Kópavogi. Einnig leika bæði lið 4. flokks karla sína síðustu heimaleiki í vetur þegar Valur og Stjarnan koma í heimsókn.

Dagskrá morgundagsins er svohljóðandi og hvetjum við alla sem geta til að mæta í KA-Heimilið og styðja okkar lið.

12:30: KA - Valur (4. flokkur eldri)
13:45: KA - HK (3. flokkur 1. deild)
15:00: KA2 - HK3 (3. flokkur 3. deild)
16:15: KA - Stjarnan (4. flokkur yngri)
17:30: KA U - Fjölnir U (2. deild karla)

KA-TV mun sýna leik ungmennaliðsins beint og er hægt að nálgast útsendinguna hér fyrir neðan:


Knattspyrnufélag Akureyrar  |  Dalsbraut 1 600 Akureyri  |  S. 462 3482 | Hafa samband