Afturelding sterkari í sveiflukenndum leik

Handbolti
Afturelding sterkari í sveiflukenndum leik
Frábćr stemning í kvöld (mynd: Ţórir Tryggva)

KA tók á móti Aftureldingu í kvöld í 8. umferđ Olís deildar karla. Ţađ mátti búast viđ hörkuleik sem úr varđ en Mosfellingar hafa leikiđ mjög vel í deildinni og hafa á ađ skipa stóru og sterku liđi. KA liđiđ ćtlađi hinsvegar ađ svara fyrir frekar dapran síđasta leik er liđiđ féll úr bikarnum.

Frá fyrstu mínútu léku gestirnir međ aukamann í sókninni sem reyndist 3-2-1 vörn okkar KA manna ansi erfitt. Sóknarleikur okkar liđs var fínn en Pálmar Pétursson í marki gestanna gerđi vel í ađ loka á ţau fćri sem viđ sköpuđum. Fljótlega var stađan ţví orđin 4-8 og í kjölfariđ fór KA ađ leika 6-0 vörn og 5-1 til skiptis.

Ţađ lagađi ekki stöđuna ţví gestirnir komust í 9-16 og fór ţá um ţá fjölmörgu áhorfendur sem lögđu leiđ sína í KA-Heimiliđ í kvöld. En KA liđiđ er ekki ţekkt fyrir ađ leggja árar í bát og skorađi nćstu ţrjú mörk leiksins, ţar af tvö í autt mark. Hálfleikstölur voru 12-17, stađan ansi erfiđ gegn jafn sterkum andstćđing en ţó voru blikur á lofti enda strákarnir byrjađir ađ refsa fyrir aukamann Mosfellinga í sókninni.

Tímalína fyrri hálfleiks

Byrjunin á síđari hálfleik var svo draumi líkust en strákarnir skoruđu fyrstu sex mörk hálfleiksins og komust yfir í 18-17. Ţađ kviknađi heldur betur líf í húsinu og fannst manni leikurinn vera ađ snúast KA liđinu í vil.

En ţađ býr einnig mikiđ í liđi Aftureldingar og ţeir náđu áttum sínum og úr varđ svakalegur leikur. Jafnt var á öllum nćstu tölum og skemmtanagildi leiksins mikiđ eins og svo oft áđur í KA-Heimilinu.

Ţađ voru á endanum gestirnir sem reyndust sterkari á lokakaflanum ţar sem ţeir komust međal annars fjórum mörkum yfir. Eins og svo oft áđur gafst KA liđiđ ekki upp og gerđi hvađ sem ţađ gat til ađ koma til baka, nćr komust ţeir ţó ekki en í stöđunni 28-30 sem urđu lokatölur.

Tímalína seinni hálfleiks

Frábćr leikur fyrir áhorfendur og KA liđiđ sýndi gríđarlegan karakter í ađ brúa sjö marka forskot og rúmlega ţađ međ ţví ađ komast yfir. Spilamennskan var hinsvegar ekki nógu stöđug í allar 60 mínútur leiksins og liggur sigur gestanna ađallega í ţví ađ ţeir átti jafnari leik.

Mörk KA: Áki Egilsnes 7, Dagur Gautason 6, Tarik Kasumovic 6, Allan Norđberg 4, Jovan Kukobat 1, Sigţór Gunnar Jónsson 1, Heimir Örn Árnason 1, Daníel Matthíasson 1, Jón Heiđar Sigurđsson 1 og Einar Birgir Stefánsson 1 mark.

Jovan Kukobat varđi 15 skot í marki KA.


Knattspyrnufélag Akureyrar  |  Dalsbraut 1 600 Akureyri  |  S. 462 3482 | Hafa samband