Akureyri vann en KA dæmdur 0-10 sigur

Handbolti
Akureyri vann en KA dæmdur 0-10 sigur
Það var hart barist í kvöld (mynd: Þórir Tryggva)

Uppfært: Akureyringar tefldu fram ólöglegum leikmanni í leiknum og var KA U því dæmdur 0-10 sigur af mótanefnd KA.

Það var alvöru bæjarslagur í Höllinni í kvöld þegar ungmennalið KA og Akureyrar áttust við. Töluverð spenna var fyrir leiknum enda margir flottir leikmenn í báðum liðum sem fá flottan möguleika á að láta ljós sitt skína í 2. deildinni.

Leikurinn fór jafnt af stað og var töluverður hiti í leiknum eins og búast mátti við. Er leið á fyrri hálfleikinn náðu Akureyringar góðum kafla og komust í 15-9. KA liðið gerði hinsvegar vel í að koma til baka og átti möguleika á að minnka muninn í eitt mark fyrir hlé en það tókst ekki og í staðinn bættu Akureyringar við. Hálfleikstölur því 17-14 og ljóst að leikurinn væri hvergi nærri búinn.

Munurinn hélst í 2-4 mörkum mestallan síðari hálfleikinn en KA liðið náði að minnka muninn í eitt mark 20-19 er um kortér lifði leiks. Varnarleikurinn hafði verið flottur og sóknin gengið fínt en lokakaflinn var hinsvegar alls ekki nægilega góður og á endanum sigldu Akureyringar 30-25 sigri í höfn.

Elfar Halldórsson var markahæstur í liði KA með 8 mörk, Jóhann Einarsson 6, Einar Logi Friðjónsson 5, Einar Birgir Stefánsson 3, Þorri Starrason 2 og Jón Heiðar Sigurðsson gerði 1 mark.


Knattspyrnufélag Akureyrar  |  Dalsbraut 1 600 Akureyri  |  S. 462 3482 | Hafa samband