Alfređ Gíslason í Heiđurshöll ÍSÍ

Handbolti

Alfređ Gíslason var í kvöld á hófi Íţróttamanns ársins útnefndur í Heiđurshöll ÍSÍ. Alfređ er nítjándi einstaklingurinn sem ÍSÍ útnefnir í höllina. Alfređ lék 190 leiki fyrir íslenska landsliđiđ í handbolta og skorađi í ţeim 542 mörk. Hann var valinn besti leikmađur B-keppninnar í Frakklandi 1989 ţar sem Ísland fór međ sigur af hólmi. Sama ár var Alfređ valinn Íţróttamađur ársins.

Á Íslandi ţjálfađi Alfređ KA í sex ár og gerđi KA ađ Íslandsmeisturum 1997, bikarmeisturum 1995 og 1996 og deildarmeisturum 1996. Sem leikmađur átti Alfređ farsćlan feril bćđi, á Íslandi lék Alfređ međ KA og KR og var međal annars spilandi ţjálfari međ KA. Alfređ spilađi međ Tusem Essen í Ţýskalandi 1983-1988 og Bidasoa á Spáni 1989-1991.

Alfređ var landsliđsţjálfari Íslands árin 2006-2008 og stýrđi liđinu á HM 2007 og á EM 2008. Árin 1997-1999 stýrđi Alfređ VfL Hameln í Ţýsku úrvalsdeildinni en tók í kjölfariđ viđ SC Magdeburg og stýrđi ţeim frá 1999 til ársins 2006. Međ Magdeburg varđ Alfređ Ţýskur meistari og vann sigur í DHB-Supercup áriđ 2001 og í kjölfariđ vann liđiđ Meistaradeild Evrópu áriđ 2002.

Hann tók viđ VfL Gummersbach áriđ 2006 og stýrđi ţeim til ársins 2008. Hann tók svo viđ THW Kiel í kjölfariđ og gerđi liđiđ sex sinnum ađ Ţýskum meisturum og sex sinnum ađ Bikarmeisturum. Ţá stýrđi hann liđinu tvívegis til sigurs í Meistaradeild Evrópu, fjórum sinnum til sigurs í DHB-Supercup, einu sinni til sigurs í EHF Cup og einu sinni til sigurs í IHF Super Globe.

KA óskar Alfređ hjartanlega til hamingju međ ţennan mikla heiđur. Ásamt Alfređ skipa eftirfarandi ađilar Heiđurshöllina:

Vilhjálmur Einarsson, Bjarni Friđriksson, Vala Flosadóttir, Jóhannes Jósefsson, Sigurjón Pétursson, Albert Guđmundsson, Kristín Rós Hákonardóttir, Ásgeir Sigurvinsson, Pétur Guđmundsson, Gunnar A. Huseby, Torfi Bryngeirsson, Ríkharđur Jónsson, Sigríđur Sigurđardóttir, Guđmundur Gíslason, Geir Hallsteinsson, Jón Kaldal, Skúli Margeir Óskarsson og Hreinn Halldórsson.


Knattspyrnufélag Akureyrar  |  Dalsbraut 1 600 Akureyri  |  S. 462 3482 | Hafa samband