Ásgeir framlengir út sumariđ 2022

Fótbolti

Ásgeir Sigurgeirsson skrifađi í dag undir nýjan samning viđ Knattspyrnudeild KA og er hann nú samningsbundinn félaginu út sumariđ 2022. Ţetta eru frábćrar fréttir enda Ásgeir gríđarlega öflugur leikmađur sem hefur átt mikinn ţátt í uppgangi KA-liđsins undanfarin ár.

Ásgeir sem er 23 ára gamall kom á láni til KA fyrir sumariđ 2016 frá norska liđinu Stabćk og sló heldur betur í gegn er KA tryggđi sér loksins sćti í efstu deild međ sannfćrandi sigri í Inkasso deildinni. Ásgeir skorađi 8 mörk ţađ sumariđ og ţar á međal sigurmarkiđ gegn Selfyssingum sem tryggđi úrvalsdeildarsćtiđ.

Í kjölfariđ gekk Ásgeir endanlega til liđs viđ KA og hefur leikiđ 56 leiki fyrir liđiđ í efstu deild og gert í ţeim 16 mörk. Alls eru deildar- og bikarleikir hans fyrir KA orđnir 76 og mörkin 24 talsins hjá ţessum magnađa Húsvíking.

Ekki nóg međ ađ vera gríđarlega öflugur á vellinum ţá er Ásgeir til fyrirmyndar utan vallar og ljóst ađ ţađ er gríđarlega jákvćtt fyrir félagiđ ađ njóta áfram krafta hans nćstu árin.


Knattspyrnufélag Akureyrar  |  Dalsbraut 1 600 Akureyri  |  S. 462 3482 | Hafa samband