Bikarmót BLÍ 2012 í Íţróttahöllinni um helgina

Blak

Um næstu helgi, dagana 10.-11. febrúar n.k., fer fram seinni hluti undankeppni Bikarmóts BLÍ í Íþróttahöllinni á Akureyri.

Þar munu keppa 5 karlalið og 6 kvennalið og komast 2 efstu liðin úr hvorum hópi í úrslitakeppni sem fram fer í Laugardalshöllinni 16.-18. mars en nú þegar hafa karlalið HK og Þróttar R og kvennalið Aftureldingar og Þróttar N unnið sér inn keppnisrétt þar.

Á mótinu um helgina keppa bæði karla og kvennalið KA og kvennalið Eikarinnar en Eikin er jafnframt mótshaldari. Fyrstu leikir hefjast klukkan 19 á föstudagskvöldið og klukkan 9 á laugardaginn en áætluð mótslok eru um klukkan 17:30 á laugardag. Við hvetjum allt blakáhugafólk til að koma í Höllina og sjá flest sterkustu blaklið landsins spila.


Knattspyrnufélag Akureyrar  |  Dalsbraut 1 600 Akureyri  |  S. 462 3482 | Hafa samband