Viðburður

Almennt - 20:30

Bikarúrslita-BarSvar í KA-heimilinu á þriðjudag

Á morgun, þriðjudag, verður formlega byrjað að hita upp fyrir Bikarúrslitaleik KA og Víkings í KA-heimilinu. Það verður gert með hinu geysivinsæla BarSvari sem fer fram í fundarsal KA-heimilisins kl. 20:30

Spyrill verður Siguróli Sigurðsson og verður margt um dýrðir. Áhersla verður lögð á Bikarúrslit KA í gegnum tíðina, í öllum íþróttum. Einnig verða allskonar aðrir flokkar sem spurt verður úr, eins og Landafræði, Saga mannkyns, Tónlist&Kvikmyndir og almenn þekking.

Léttar veitingar verða til sölu og kostar 1000kr fyrir hvern að vera með. Miðað er við að tveir séu saman í liði!

Skemmtileg verðlaun fyrir sigurvegara kvöldsins!!


Knattspyrnufélag Akureyrar  |  Dalsbraut 1 600 Akureyri  |  S. 462 3482 | Hafa samband