Birgir Baldvinsson semur út 2025

Fótbolti
Birgir Baldvinsson semur út 2025
Stórkostlegar fréttir!

Birgir Baldvinsson hefur skrifađ undir nýjan ţriggja ára samning viđ knattspyrnudeild KA og er nú samningsbundinn út sumariđ 2025. Ţetta eru stórkostlegar fréttir enda hefur hann vakiđ verđskuldađa athygli fyrir framgöngu sína á nýliđnu sumri.

Birgir er 21 árs vinstri bakvörđur sem er uppalinn hjá KA en hann lék sinn fyrsta meistaraflokksleik fyrir félagiđ sumariđ 2018. Undanfarin ţrjú sumur hefur hann hinsvegar leikiđ á láni hjá Leiknismönnum og var hann algjör lykilmađur í liđi Leiknis sem lék í Bestu deildinni í sumar.

Ţađ var eđlilega mikill áhugi á Birgi eftir sumariđ og erum viđ afar ánćgđ međ ađ halda honum innan okkar rađa og alveg klárt ađ hann mun spila stórt hlutverk á nćstunni í okkar öfluga liđi.


Knattspyrnufélag Akureyrar  |  Dalsbraut 1 600 Akureyri  |  S. 462 3482 | Hafa samband