Björgvin Steindórsson er látinn

Almennt

Björgvin Steindórsson, fyrrum félagi okkar lést ađ morgni 28 ágúst s.l. eftir löng og ströng veikindi 61 árs ađ aldri.

Björgvin var skrúđgarđyrkjufrćđingur frá Garđyrkjuskóla ríkisins 1982 sveinspróf 1985 og meistarabréf 1988. Diplóma í garđyrkjutćkni frá Landbúnađarháskóla Íslands á Hvanneyri 2005. Hann var kennari viđ Oddeyrarskóla 1978 – 1980. Verkstjóri nýframkvćmda hjá garđyrkjudeild Akureyrarbćjar 1982 – 1987. Umsjónarmađur og verkstjóri hjá Lystigarđi Akureyrar og forstöđumađur hans frá 1997 ţar til hann lést.

Björgvin var mikill félagsmálamađur og vann í stjórnum ýmissa félaga hér á Akureyri um langt árabil. Hann ritađi margar greinar í bćkur, blöđ og tímarit um garđyrkju og blómarćkt. Hann tók mikiđ af ljósmyndum og tók ţátt í mörgum sýningum Áhugaljósmyndaklúbbs Akureyrar. Eftir Björgvin liggur mikiđ og fjölbreytt safn ljósmynda. Hann var m.a. í ritstjórn myndabókarinnar Akureyri – bćrinn okkar sem út kom áriđ 2000. Hann var einnig međhöfundur ađ bókinni Konur gerđu garđinn, saga Lystigarđs Akureyrar. Björgvin fékk heiđursviđurkenningu frá félagi garđyrkjumanna sem afhent var á sumardaginn fyrsta s.l.

Hann var mikill áhugamađur um íţróttir og keppti m.a. á sínum skólaárum međ MA í körfuknattleik, knattspyrnu, blaki og skák og međ íţróttafélagi stúdenta ţar sem hann var Íslandsmeistari í blaki karla međ ţví liđi 1975 og 1976. Hann var ţjálfari karlaliđs KA Í blaki 1978 – 1980 og öldungaliđs Óđins í blaki karla 1983 – 1984. Lék í blaki međ KA og Óđni en međ ţví félagi varđ hann Íslandsmeistari í  blaki öldunga í nokkur skipti.

Keppti í knattspyrnu međ KA, Magna og Dagsbrún, í körfubolta međ Ţór Ak. og Íţróttafélagi stúdenta og í júdó međ ÍR.

Björgvin fékk viđurkenningu frá stjórn KA 1983 fyrir frumkvöđlastarf í blaki karla.

Ađalstjórn KA sendir eiginkonu Björgvins, Önnu Rebekku Hermannsdóttur og fjölskyldu einlćgar samúđarkveđjur. 


Knattspyrnufélag Akureyrar  |  Dalsbraut 1 600 Akureyri  |  S. 462 3482 | Hafa samband