Blaktímabilið blásið af - engir meistarar krýndir

Blak
Blaktímabilið blásið af - engir meistarar krýndir
KA er enn ríkjandi meistari (mynd: Þórir Tryggva)

Blaksamband Íslands hefur komist að þeirri niðurstöðu að blása núverandi tímabil af en ákvörðunin var tekin í samráði við félögin í landinu. Áður var búið að krýna sigurvegara í Mizunodeildunum og stóð kvennalið KA þar uppi sem sigurvegari.

Þessi ákvörðun hefur áhrif á úrslitakeppnina um Íslandsmeistaratitilinn sem og bikarkeppnina. Ákvörðun stjórn­valda að fram­lengja sam­komu­banni hafði mikið að segja í ákvörðun sam­bands­ins. Sam­bandið sendi frá sér til­kynn­ingu í dag sem sjá má hér fyr­ir neðan.

Yf­ir­lýs­ing blak­sam­bands Íslands: 

Á stjórn­ar­fundi BLÍ þann 20. mars 2020 var samþykkt ákvörðun um að fram­hald úr­slita­keppni og bik­ar­keppni Blak­sam­bands Íslands yrði tek­in af stjórn BLÍ eigi síðar en 3. apríl. Ákvörðun um þenn­an tíma­frest var tek­in í sam­ráði við fé­lög í Mizuno­deild­un­um. Fyr­ir þann tíma hafði áður verið ákveðið að deilda­keppni neðri deilda skyldi vera lokið.  
 
Á þeim tveim­ur vik­um sem hafa liðið hafa starfs­menn og stjórn sett upp nokkr­ar sviðsmynd­ir sem hafa verið til skoðunar en einnig hafa aðstæður í sam­fé­lag­inu skýrst enn bet­ur. Mark­miðið með sviðsmynd­um hef­ur verið að leita leiða til að klára keppni í Íslands­móti og bik­ar­keppni þar sem ein sviðsmynd­in hef­ur verið að keppni sé lokið. Á þess­um tíma var einnig rætt við for­ráðamenn fé­lag­anna og þeirra viðhorf haft til hliðsjón­ar við ákvörðun­ar­töku um fram­haldið. Ákvörðun yf­ir­valda að lengja sam­komu­bann til 4. maí þreng­ir veru­lega að þeim mögu­leika að klára keppni þetta keppn­is­tíma­bil. Einnig er óvissa um hve lang­an tíma mun taka að aflétta sam­komu­banni þannig að fé­lög­in geti farið að hefja skipu­leg­ar æf­ing­ar. Það er einnig ljóst að fé­lög­in munu þurfa að minnsta kosti 2-3 vik­ur til að geta verið kom­in á þann stað að geta hafið keppni aft­ur. 
 
Stjórn BLÍ kom sam­an föstu­dag­inn 3. apríl kl. 16:30 og var farið yfir stöðuna og ákvörðun um fram­haldið tek­in út frá upp­lýs­ing­um sem lágu fyr­ir. Fyr­ir þann fund hafði verið rætt við for­svars­menn fé­lag­anna til að fá þeirra end­ur­gjöf. Niðurstaða stjórn­ar var, eft­ir vand­lega um­hugs­un, að keppni fyr­ir keppn­is­tíma­bilið 2019-2020 væri lokið. Í ljósi þess­ar­ar ákvörðunar þá verða eng­ir Íslands- eða bikar­meist­ar­ar krýnd­ir fyr­ir keppn­is­tíma­bilið 2019-2020, á þetta við um keppni í bæði karla- og kvenna­flokki.  
 
Stjórn BLÍ er mjög meðvituð um að ákvörðun sem þessi er ekki óum­deild og ef­laust eru ein­hverj­ir aðilar inn­an hreyf­ing­ar­inn­ar ósátt­ir þessa niður­stöðu. Frá upp­hafi hef­ur stjórn BLÍ sagt að ákv­arðanir vegna þeirra aðstæðna sem eru uppi núna séu tekn­ar til að tryggja al­manna­heill. Það er hlut­verk stjórn­ar BLÍ að taka ákv­arðanir og þetta er ein af þeim erfiðari sem hún hef­ur þurft að taka en það er okk­ar mat að þetta sé rétt ákvörðun. 
 
Stjórn og starfs­menn BLÍ vilja þakka for­ráðamönn­um fé­lag­anna og aðild­ar­fé­lög­un­um inn­an hreyf­ing­ar­inn­ar fyr­ir skiln­ing vegna tíma­fresta varðandi ákvörðun­ina. Það er ljóst að keppn­is­tíma­bilið 2019-2020 fer í sögu­bæk­urn­ar fyr­ir aðrar ástæður en af­rek sem voru unn­in á keppn­is­vell­in­um.  
 
Við vilj­um þakka fé­lög­un­um sem hafa staðið sig gíf­ur­lega vel að halda úti æf­ing­um í nú­ver­andi ástandi en það er okk­ar allra að passa uppá að þegar við hefj­um leik á næsta keppn­is­tíma­bili að tryggja að eng­inn hafi helst úr lest­inni. Við þurf­um að halda vel utan um hóp­ana okk­ar og mik­il­væg­ast er að halda vel utan um okk­ar yngri iðkend­ur og hvetja þá til að halda áfram og vera til­bú­in þegar blakið er til­búið að fara af stað aft­ur.


Knattspyrnufélag Akureyrar  |  Dalsbraut 1 600 Akureyri  |  S. 462 3482 | Hafa samband