Brynjar Ingi og Rut íţróttafólk KA 2021

Almennt | Fótbolti | Handbolti | Blak
Brynjar Ingi og Rut íţróttafólk KA 2021
Brynjar Ingi og Rut áttu frábćrt ár

Knattspyrnufélag Akureyrar fagnađi 94 ára afmćli sínu međ afmćlisţćtti sem birtur var á miđlum félagsins í gćr. Ţar var fariđ yfir nýliđiđ ár sem var heldur betur blómlegt hjá öllum deildum félagsins og var ţví mikil spenna er viđ heiđruđum ţá einstaklinga og liđ sem stóđu uppúr á árinu.

Í annađ skiptiđ í sögu félagsins var valinn íţróttakarl og íţróttakona ársins auk ţess ađ velja ţjálfara og liđ ársins. Ţessi breyting hefur reynst ansi vel og er svo sannarlega komin til ađ vera.

Viđ óskum verđlaunahöfum innilega til hamingju en efstu ţrjú í kjörinu fá ađ launum formannabikar sem er gjöf frá fyrrum formönnum KA. Ađ ţessu sinni voru ţađ Hrefna G. Torfadóttir og Guđmundur Heiđreksson sem afhentu bikarana.

Rut Arnfjörđ Jónsdóttir var valin íţróttakona ársins en Rut er lykilleikmađur í meistaraliđi KA/Ţórs sem er handhafi allra titla sem í bođi eru á Íslandi í handknattleik kvenna. Hún var valin besti leikmađur Olísdeildar kvenna en Rut kom eins og stormsveipur inn í deildina eftir 12 ára atvinnumannaferil. Rut er ekki bara stórkostlegur leikmađur heldur lyftir hún samherjum sínum einnig upp á hćrra plan og er heldur betur vel ađ verđlaununum komin. Ekki nóg međ ađ vera valin besti leikmađurinn á lokahófi HSÍ ţá fékk hún einnig Sigríđarbikarinn auk ţess ađ vera valin besti sóknarmađurinn. Rut er lykilleikmađur í íslenska A-landsliđinu.

Brynjar Ingi Bjarnason var annađ áriđ í röđ valinn íţróttakarl KA en frammistađa hans á árinu vakti heldur betur mikla athygli og var ađ lokum valinn í A-landsliđ Íslands ţar sem hann hefur tryggt sér sćti í byrjunarliđinu. Alls lék hann 10 landsleiki á árinu og gerđi í ţeim tvö mörk. Í sumar lék Brynjar ellefu leiki fyrir KA í deild og bikar ţar sem hann gerđi eitt mark áđur en hann var loks seldur til ítalska liđsins Lecce í júlí mánuđi. Í lok árs var hann svo keyptur af norska stórliđinu Vĺlerenga og ţví heldur betur spennandi tímar framundan hjá ţessum 22 ára kappa.

Rakel Sara Elvarsdóttir varđ önnur í kjöri íţróttakonu KA en Rakel sem er ađeins 18 ára gömul átti stórkostlegt tímabil međ KA/Ţór ţegar hún og stöllur hennar lönduđu öllum fjórum stóru titlunum sem í bođi eru. Rakel vakti verđskuldađa athygli fyrir framgöngu sína inná vellinum í Olísdeildinni en hún skorađi međal annars 11 mörk úr 12 skotum í úrslitaleik viđ Fram um deildarmeistaratitilinn og skorađi mörg mikilvćg mörk í úrslitakeppninni gegn ÍBV og Val. Rakel var valin efnilegasti leikmađur Olísdeildarinnar 2021 og var valin í fyrsta sinn í A-landsliđiđ núna í lok nóvember. Ţá fór hún fyrir góđu liđi U19 ára landsliđs Íslands á EM í Makedóníu í sumar.

Árni Bragi Eyjólfsson varđ annar í kjöri íţróttakarls KA en hann var besti leikmađur KA tímabiliđ 2020-2021 í Olísdeild karla. Hann fór fyrir liđinu sem komst í fyrsta sinn í úrslitakeppni frá ţví ađ KA hóf ađ leika aftur handknattleik í karlaflokki. Ţá var hann valinn besti leikmađur Olísdeildar karla en Árni Bragi átti stórbrotiđ tímabil og má međ sanni segja ađ hann hafi hrifiđ hug og hjörtu KA-manna í vetur. Árni rakađi heldur betur til sín verđlaununum á lokahófi HSÍ en hann varđ markakóngur deildarinnar, var valinn besti sóknarmađur, fékk Valdimarsbikarinn og uppskar Háttvísisverđlaun HSÍ.

Paula del Olmo Gomez varđ ţriđja í kjöri íţróttakonu KA en Paula átti frábćrt tímabil síđasta vetur međ blakliđi KA. Hún var stigahćsti leikmađur úrvalsdeildar kvenna ţar sem hún gerđi 351 stig en einnig var hún ein af ţeim efstu í móttöku og blokk stigum. Ţetta gerir Paulu ađ besta alhliđar leikmanni deildarinnar. Á síđasta tímabili leiddi Paula liđ KA í úrslita leik Kjörísbikarsins ţar sem KA endađi í 2. sćti, eftir ađ hafa unniđ alla titla áriđ áđur. Paula náđi einnig á árinu 3. sćti á Íslandsmótinu í strandblaki. Paula er einnig frábćr fyrirmynd innan sem utan vallar sem hefur lađađ ađ fjölda iđkenda síđustu ár.

Steinţór Már Auđunsson varđ ţriđji í kjöri íţróttakarls KA en Steinţór kom aftur í knattspyrnuliđ KA fyrir síđasta sumar og er saga hans hálfgerđ öskubuskusaga en hann var hugsađur sem varamarkvörđur liđsins. Hinsvegar fer ekki alltaf allt eins og ţađ á ađ fara og Steinţór hóf leik í marki KA í upphafi tímabils og stóđ sig frábćrlega, frá fyrsta leik til hins síđasta. Steinţór fékk mikiđ lof frá íslenskum fótboltasérfrćđingum og var besti leikmađur KA sem rétt missti af ţriđja sćtinu í Pepsi-deildinni. KA endađi í fjórđa sćti deildarinnar og fékk á sig nćst fćst mörkin í deildinni, ađeins 20 mörk í 22 leikjum og var ţađ Steinţóri oft ađ ţakka sem var kjörinn leikmađur ársins hjá liđinu.


Knattspyrnufélag Akureyrar  |  Dalsbraut 1 600 Akureyri  |  S. 462 3482 | Hafa samband