Dramatískur sigur á Gróttu

Almennt
Dramatískur sigur á Gróttu
Mynd - Sćvar Geir

KA vann í dag sinn fyrsta sigur í sumar í Pepsi Max deildinni ţegar ađ liđiđ hafđi betur gegn nýliđum Gróttu á Greifavelli á Akureyri međ sigurmarki á lokamínútu venjulegs leiktíma frá Steinţóri Frey Ţorsteinssyni.

KA 1 – 0 Grótta

1 - 0 Steinţór Freyr Ţorsteinsson (’90) Stođsending: Guđmundur Steinn

Áhorfendatölur:

785 áhorfendur

Liđ KA:

Kristijan Jajalo, Hrannar Björn, Brynjar Ingi, Mikkel Qvist, Andri Fannar, Rodrigo, Almarr, Bjarni, Hallgrímur Mar, Ásgeir og Guđmundur Steinn.

Bekkur:

Aron Dagur, Jibril Abubakar, Ýmir Már, Gunnar Örvar, Steinţór Freyr, Adam Örn og Sveinn Margeir.

Skiptingar:

Sveinn Margeir inn – Almarr út (’85)

Steinţór Freyr inn – Hallgrímur Mar út (’85)

Jibril Abubakar inn – Guđmundur Steinn út (’94)

Nýr ţjálfari KA, Arnar Grétarsson gerđi eina breytingu á liđinu frá síđasta leik gegn Fjölni. Ívar Örn var í leikbanni en hann hefur fengiđ 4 gul spjöld í sumar og var ţví ekki međ. Inn í liđiđ hans stađ kom Bjarni Ađalsteinsson.

KA stýrđi ferđinni frá fyrstu mínútu í dag og voru allt í öllu á upphafsmínútum leiksins. Ţađ voru hins vegar gestirnir sem áttu skot í stöng eftir tuttugu mínútna leik. Ţar var ađ verki Kristofer Orri en skot hans fór af varnarmanni KA og í stöngina í fyrstu sókn gestanna.

Fimm mínútum síđar var komiđ ađ KA liđinu. Ţá átti Bjarni flotta sendingu upp í horn á Ásgeir sem keyrđi inn á völlinn og átti skot sem hafnađi í slánni. Almarr var nálćgt ţví ađ komast í boltann og fylgja eftir skotinu en Gróttumenn komust fyrir boltann og björguđu marki.

Eftir sláar skot Ásgeirs vöknuđu gestirnir heldur betur og áttu nokkrar álitlegar tilraunir ađ marki KA. Mikil hćtta skapađist í föstum leikatriđum gestanna og mátti litlu muna ađ ţeir kćmust yfir. Stađan í hálfleik hins vegar markalaus ţar sem KA menn voru mikiđ mun betri til ađ byrja međ en gestirnir áttu sínar syrpur ţegar ađ leiđ á hálfleikinn.

KA stýrđi ferđinni í seinni hálfleik og var ljóst ađ gestirnir í Gróttu ćtluđu ađ liggja til baka og beita hröđum skyndisóknum á KA. Engu mátti muna ađ Axel Sigurđarson kćmi gestunum yfir er hann slapp í gegn eftir viđskipti viđ Mikkel en Jajalo gerđi vel og varđi.

Hallgrímur Mar komst nálćgt ţví ţegar ađ um tuttugu mínútur voru til leiks loka ađ skora úr aukaspyrnu af löngu fćri en Hákon í marki Gróttu rétt náđi ađ koma skoti Hallgríms í horn.

Á lokamínútu venjulegs leiktíma átti Hrannar Björn fyrirgjöf međ vinstri fćti sem Guđmundur Steinn skallađi áfram í átt ađ marki og varamađurinn Steinţór Freyr stökk manna hćst og skallađi boltann framhjá Hákoni í marki Gróttu og kom KA liđinu yfir. Frábćrt mark hjá Stálmúsinni sem gaf ekki tommu eftir og gaf sig allann í ţennan skalla sem skilađi markinu.

Skömmu seinna flautađi Pétur dómari til leiksloka og fyrsti sigur sumarsins, stađreynd. Gríđarlega mikilvćgur sigur hjá KA liđinu og gaman ađ sjá liđiđ sćkja sigurinn í lokin.

Nivea KA-mađur leiksins: Rodrigo Gomes (Var sem klettur á miđjunni hjá KA í dag. Hefur komiđ vel inn í liđiđ frá ţví ađ hann kom til baka úr meiđslum.)

Ţađ er skammt stórra högga á milli og er nćsti leikur KA á miđvikudaginn ţegar ađ viđ mćtum FH-ingum í Kaplakrika. Hefst sá leikur kl. 18.00 og hvetjum viđ KA menn á höfuđborgarsvćđinum ađ skella sér á völlinn og styđja viđ bakiđ á liđinu. Áfram KA!


Knattspyrnufélag Akureyrar  |  Dalsbraut 1 600 Akureyri  |  S. 462 3482 | Hafa samband