Svekkjandi jafntefli gegn HK

Almennt
Svekkjandi jafntefli gegn HK
Mynd - Sćvar Geir

KA gerđi í dag 1-1 jafntefli viđ HK á Greifavellinum í 20.umferđ Pepsi Max deildarinnar. Gestirnir í HK skoruđu jöfnunarmarkiđ á síđustu sekúndu leiksins ţegar ađ uppgefin uppbótartími var liđin.

KA 1 – 1 HK

1 – 0 Ásgeir Sigurgeirsson (’7) Stođsending: Alexander Groven

1 – 0 Rautt spjald (tvö gul): Björn Berg Bryde (’75)

1 – 1 Emil Atlason (’90+6)

Áhorfendatölur:

690 áhorfendur

Liđ KA:

Kristijan Jajalo, Hrannar Björn, Hallgrímur J (fyrirliđi), Callum Williams, Alexander Groven, Almarr Ormars, Iosu Villar, Andri Fannar, Hallgrímur Mar, Ásgeir Sigurgeirs og Elfar Árni.

Bekkur:

Aron Dagur, Haukur Heiđar, Brynjar Ingi, David Cuerva, Nökkvi Ţeyr, Torfi Tímoteus og Bjarni Ađalsteins.

Skiptingar:

Nökkvi Ţeyr inn – Ásgeir Sigurgeirs út (’73)

Bjarni Ađalsteins inn – Andri Fannar út (’81)

Torfi Tímoteus inn - Hallgrímur J út (’86)

Liđiđ í dag

KA og HK mćttust í dag á Greifavellinum á Akureyri í 20. umferđ Pepsi Max deildarinnar. KA liđiđ var í 10.sćti deildarinnar fyrir leikinn í dag međ 24 stig en gestirnir í HK í ţví sjötta međ 25 stig. KA gerđi eina breytingu á byrjunarliđinu frá sigrinum gegn Grindavík í síđustu umferđ en fyrirliđinn Hallgrímur Jónasson kom inn í liđiđ í stađ Torfa Tímoteusar.

Gestirnir í HK hófu leikinn á ţví ađ Bjarni Gunnarsson slapp í gegnum vörn KA eftir ađeins ţriggja mínútna leik en skot hans úr ţröngri stöđu rétt framhjá. KA liđiđ sótti hins vegar í sig veđriđ og eftir einungis sjö mínútna leik braut KA ísinn en ţá endađi boltinn hjá Alexander Groven eftir hornspyrnu sem framlengdi honum inn í teiginn á Ásgeir sem tók boltann á lofti í fyrsta og skorađi flott mark og KA komiđ yfir 1-0. Fyrsta mark Ásgeirs í sumar.

Eftir markiđ sýndi KA lipra takta og komust Hrannar Björn og Almarr nálćgt ţví ađ bćta í forystuna í bćđi skiptin eftir laglegan samleik viđ Hallgrím Mar. En inn vildi boltinn ekki.

Síđustu tuttugu mínútur hálfleiksins voru gestirnir í HK íviđ meira međ boltann og sóttu meira ađ marki KA. Án ţess ţó ađ skapa sér nein teljandi marktćkifćri. KA liđiđ fór međ 1-0 foryustu inn í hálfleikinn og var hún verđskulduđ.

Síđari hálfleikur hófst líkt og sá fyrri endađi međ yfirburđum gestanna sem héldu boltanum meira og voru líklegri. KA gerđi tilkall til vítaspyrnu ţegar ađ Björn Berg Bryde braut á Elfari Árna innan teigs eftir 63. mínútna leik en Erlendur dómari leiksins var viss í sinni sök og ekkert víti dćmt. Stuttu seinna átti Andri Fannar góđa fyrirgjöf fyrir markiđ ţar sem minnstu mátti muna ađ Hallgrímur kćmist í boltann en hann fór rétt framjá honum.

Ţegar stundarfjórđungur var eftir af leiknum gerđist Björn Berg Bryde brotlegur á Elfari Árna á miđjum vellinum og fékk hann ţví sitt seinna gula spjald og gestirnir í HK ţví manni fćrri ţađ sem eftir lifđi leiks.

Gestirnir úr Kópavoginum komust nálćgt ţví ađ skora ţegar ađ fjórar mínútur voru eftir af venjulegum leiktíma ţegar ađ Elfar Árni bjargađi á línu.

Erlendur Eiríksson dómari leiksins bćtti viđ 5 mínútum viđ leikinn og ţegar ađ ţćr voru liđnar fékk HK hornspyrnu. Emil Atlason stakk sér ţá framfyrir varnarmenn KA á nćrstönginni og stangađi boltann í netiđ á síđustu sekúndu leiksins og jafnađi metin fyrir gestina. Erlendur flautađi leikinn af ţegar ađ KA tók miđjuna og ţví mátti ţetta ekki tćpara standa og hćgt ađ setja spurningamerki viđ ţađ hvort leiktímanum hafi í raun ekki veriđ lokiđ ţegar ađ HK skorađi en sárgrćtilegt jöfnunarmark niđurstađan.

KA-mađur leiksins: Elfar Árni Ađalsteinsson (Var algjör lykill í uppspili KA í leiknum,hélt bolta vel og skapađi oft góđar stöđur fyrir samherja sína.)

Nćsti leikur KA er á sunnudaginn eftir viku ţegar ađ viđ sćkjum nýkrýnda bikarmeistara Víkings heim á Heimavöll hamingjunar í Fossvoginum kl. 14:00 í nćst síđustu umferđ Pepsi Max deildarinnar. Viđ hvetjum alla KA menn sem hafa tök ađ mćta á völlinn ađ styđja viđ bakiđ á liđinu. Áfram KA!


Knattspyrnufélag Akureyrar  |  Dalsbraut 1 600 Akureyri  |  S. 462 3482 | Hafa samband