Kynningardagur KA og Errea tókst afar vel

Fótbolti
Kynningardagur KA og Errea tókst afar vel
80 ára treyja og sú nýja! (mynd: Þórir Tryggva)

Errea og Knattspyrnu- og blakdeild KA kynntu í gær nýja keppnistreyju KA sem og æfinga- og frístundafatnað. Dagurinn var einkar vel heppnaður og komu fjölmargir iðkendur KA með foreldrum sínum til að skoða sem og panta fatnað sem er á sérstöku forpöntunartilboði fram á miðvikudag.

Yngriflokkaráð Knattspyrnudeildar og Errea vill þakka þeim fjölmörgu sem komu í KA-Heimilið í gær fyrir komuna. Fyrir þá sem ekki komust þá eru forpöntunartilboðin komin inn á vefverslun Errea og er hægt að panta á forpöntunarverði fram að miðnætti miðvikudaginn 9. október. Boðið verður upp á mátun í KA-Heimilinu mánudag til miðvikudags á milli klukkan 17:30 og 19:00.

Smelltu hér til að opna KA hlutann á vefverslun Errea

Anna Richardsdóttir var svo elskuleg að gefa KA treyjuna sem pabbi hennar, alltaf kallaður Rikki Þórólfs, átti og lék í þegar hann var í kringum 15 ára gamall. Þessi gjöf Önnu til KA er ómetanleg en þarna er á ferðinni um 80 ára gömul keppnistreyja með sokkum og legghlífum.


Knattspyrnufélag Akureyrar  |  Dalsbraut 1 600 Akureyri  |  S. 462 3482 | Hafa samband