Filip í 2. sæti á hófi ÍBA, Martha og Alexander í 3. sæti

Almennt | Handbolti | Júdó | Blak
Filip í 2. sæti á hófi ÍBA, Martha og Alexander í 3. sæti
Verðlaunahafar kvöldsins (mynd: Þórir Tryggva)

Íþróttamenn Akureyrar voru kjörnir í kvöld við hátíðlega athöfn í Hofi en ÍBA stendur fyrir valinu. Kjörið er kynjaskipt og átti KA að venju nokkra fulltrúa sem komu til greina. Filip Szewczyk blakkempa sem nýlega var kjörinn íþróttamaður KA varð í 2. sæti hjá körlunum og Alexander Heiðarsson júdókappi varð í 3. sætinu.

Hjá konunum varð Martha Hermannsdóttir handboltakona í 3. sætinu og óskum við okkar glæsilegu fulltrúum til hamingju með verðlaunin. Efst í kjörinu urðu þau Viktor Samúelsson og Hulda B. Waage  en bæði koma þau úr Kraftlyftingafélagi Akureyrar.


Knattspyrnufélag Akureyrar  |  Dalsbraut 1 600 Akureyri  |  S. 462 3482 | Hafa samband