Stefán og Jónatan ţjálfa KA nćstu 2 árin

Handbolti
Stefán og Jónatan ţjálfa KA nćstu 2 árin
Haddur, Jonni, Stebbi og Heimir viđ undirritunina

Handknattleiksdeild KA skrifađi í dag undir tveggja ára samning viđ ţá Stefán Árnason og Jónatan Magnússon um ađ ţeir munu ţjálfa karlaliđ KA í handbolta. Stefán og Jónatan verđa saman ađalţjálfarar rétt eins og Stefán og Heimir Örn Árnason hafa veriđ í vetur en Heimir stígur nú til hliđar og ţökkum viđ honum fyrir hans framlag í ţjálfuninni.

Jónatan hefur undanfarin ţrjú ár stýrt kvennaliđi KA/Ţórs međ frábćrum árangri en lćtur nú af ţví starfi. Á tíma sínum međ liđiđ fór hann upp í deild ţeirra bestu og tryggđi liđinu 5. sćti í ţeirri deild í vetur. Stefán hefur hinsvegar ţjálfađ karlaliđ KA undanfarin tvö ár međ frábćrum árangri og heldur ţví áfram ţeirri vegferđ nú međ Jónatan.

Mikil ánćgja er međ ţessa samninga og ćtlast handknattleiksdeild KA til mikils af ţeim tveimur. KA er stađráđiđ í ađ stíga áfram fram á viđ en á morgun lýkur öđru tímabili KA eftir ađ félagiđ sleit sig úr samstarfinu um Akureyri Handboltafélag og hefur á ţeim tíma unniđ sér sćti í deild ţeirra bestu og leikur ţar áfram eftir góđa uppskeru í vetur.

Á sama tíma skrifuđu bćđi Stefán og Jónatan undir áframhaldandi samning viđ yngriflokkaráđ KA en Jónatan hefur starfađ sem yfirţjálfari yngriflokka og Stefán hefur stýrt afreksţjálfun handknattleiksdeildar auk ţess sem ţeir hafa ţjálfađ yngriflokka samhliđa öđrum störfum sínum.

Saman hafa ţeir félagar stigiđ stór skref á síđustu árum í ađ bćta allt starfiđ í kringum handboltann og gera ţađ faglegra. Til ađ mynda hefur iđkendum bođist sérhćfđar morgunćfingar ţeim ađ kostnađarlausu.

Haddur Júlíus Stefánsson formađur handknattleiksdeildar skrifađi undir samninginn fyrir hönd KA og Heimir Örn Árnason formađur unglingaráđs skrifađi undir fyrir hönd yngriflokka KA. Ţađ eru svo sannarlega spennandi tímar framundan í handboltanum.


Knattspyrnufélag Akureyrar  |  Dalsbraut 1 600 Akureyri  |  S. 462 3482 | Hafa samband