Helena og Mateo best á lokahófi blakdeildar KA

Blak
Helena og Mateo best á lokahófi blakdeildar KA
Helena og Mateo með verðlaun sín í kvöld

Lokahóf blakdeildar KA fór fram í kvöld þar sem deildin fagnaði ótrúlegum vetri þar sem karla- og kvennalið KA unnu alla titla sem í boði voru. Afrekið er sögulegt en aldrei áður hefur sama félagið unnið alla titla karla- og kvennamegin á sama tímabilinu.

Bestu leikmenn voru valin þau Helena Kristín Gunnarsdóttir og Miguel Mateo Castrillo. Bæði eru þau vel að þessu komin enda léku þau virkilega vel á tímabilinu, Mateo var stigahæsti leikmaður Mizunodeildar karla og Helena var fjórða stigahæst kvennamegin.


Birkir með verðlaun sín ásamt Arnari formanni blakdeildar. Arnrún Eik komst ekki á lokahófið

Mestu framfarir sýndu þau Arnrún Eik Guðmundsdóttir og Birkir Freyr Elvarsson. Bæði léku þau stórt hlutverk í titlasöfnuninni en þau leika í stöðu frelsingja eða libero.


Gígja og Arnar ansi sátt með verðlaunagripi sína

Vinsælustu leikmenn liðanna voru valin þau Gígja Guðnadóttir og Arnar Már Sigurðsson en verðlaunin voru valin af leikmönnum liðanna.


Þá var Filip Pawel Szewczyk spilandi þjálfari karlaliðs KA heiðraður fyrir að hafa spilað 300 leiki fyrir KA.


Björn Heiðar Björnsson fékk afhenta gullskó fyrir það afrek að gleyma oftast skónum sínum í vetur.




 


Knattspyrnufélag Akureyrar  |  Dalsbraut 1 600 Akureyri  |  S. 462 3482 | Hafa samband