KA vann frábćran sigur á Húsavík

Blak
KA vann frábćran sigur á Húsavík
Gríđarlega mikilvćgur sigur (mynd: Ţórir Tryggva)

Ţađ var sannkallađur nágrannaslagur í kvöld er Völsungur tók á móti KA í Mizunodeild kvenna í blaki. Fyrir leikinn var KA í 2. sćti deildarinnar en liđ Völsungs hefur veriđ á miklu skriđi undanfariđ og sat í 3. sćtinu, leikurinn var ţví ansi mikilvćgur í toppbaráttunni og ljóst ađ bćđi liđ ćtluđu sér sigurinn.

Ţađ varđ strax ljóst ađ leikurinn yrđi stál í stál og var fyrsta hrinan gríđarlega spennandi. Munurinn á liđunum var 1-2 stig nćr allan tímann og mátti vart sjá hvort liđiđ myndi ná fyrsta stigi leiksins. Eftir ađ hafa veriđ ađ elta mest allan tímann komst KA liđiđ yfir í 19-20 en heimastúlkur tóku ţá ótrúlegan endasprett og sigldu inn 25-21 sigri í hrinunni.

Ekki var spennan minni í ţeirri nćstu áfram var munurinn lengst af 1-2 stig og spilađist hrinan ákaflega svipađ og sú fyrri. Í ţetta skiptiđ voru ţađ hinsvegar okkar ađ enda vel og 21-25 sigur stađreynd og stađan orđin jöfn 1-1.

Leikurinn ţrćlskemmtilegur og bćđi liđ ađ bjóđa upp á frábćrt blak ţrátt fyrir langt jólafrí. Ţriđja hrinan bauđ upp á nákvćmlega ţađ sama, liđin skiptust á ađ leiđa leikinn og spennan áfram mikil. Um miđja hrinuna náđi KA ţriggja stiga forystu sem stelpunum tókst ađ halda út og á endanum vannst 21-25 sigur, stađan orđin 1-2 og KA öruggt međ ađ minnsta kosti eitt stig úr leiknum.

Stelpurnar komnar í góđa stöđu og ţćr hófu fjórđu hrinuna af krafti. Völsungsliđiđ hélt ţó í viđ okkar liđ og enn var ótrúleg spenna í leiknum. Heimastúlkur komust yfir í 13-12 en aftur gaf okkar liđ í og komust í kjölfariđ í 14-19. Liđ Völsungs minnkađi muninn í 18-19 en aftur kom frábćr kafli hjá okkar liđi sem komst í 19-23 og í 20-24. Nćstu ţrjú stig voru Húsvísk og gríđarleg spenna í leiknum, nćsta stig var sem betur fer okkar og KA vann ţví hrinuna 23-25.

Frábćr sigur stađreynd sem gefur ţrjú stig og KA tyllir sér á topp deildarinnar en á laugardaginn er annar hörkuleikur framundan ţegar HK kemur í heimsókn. HK er tćknilega séđ á toppi deildarinnar enda ađeins búiđ ađ tapa einum leik sem var einmitt gegn KA. Sigur á laugardaginn kemur okkar liđi í bílstjórasćtiđ í toppbaráttu deildarinnar og ljóst ađ viđ ţurfum ađ fjölmenna í KA-Heimiliđ til ađ tryggja ađ ţađ gerist.


Knattspyrnufélag Akureyrar  |  Dalsbraut 1 600 Akureyri  |  S. 462 3482 | Hafa samband