Daníel Hafsteinsson með 3 ára samning við KA

Fótbolti

Daníel Hafsteinsson hefur skrifað undir nýjan þriggja ára samning við Knattspyrnudeild KA, þetta eru frábærar fréttir en Daníel er fæddur árið 1999 og verður því 19 ára síðar á árinu og er gríðarlega mikið efni. Þá er hann liðsmaður í U-19 ára landsliði Íslands og hefur leikið 8 leiki með yngri landsliðum Íslands.

Daníel er búinn að leika stórt hlutverk á miðjunni í liði KA í sumar og hefur hann leikið 16 af 17 leikjum KA í deild og bikar og gert í þeim 2 mörk. Í fyrra kom hann við sögu í 9 leikjum með KA og er hann því strax kominn með góða reynslu af því að spila í deild þeirra bestu.

Þetta eru frábærar fréttir fyrir félagið og væntum við áfram mikils af Danna.


Knattspyrnufélag Akureyrar  |  Dalsbraut 1 600 Akureyri  |  S. 462 3482 | Hafa samband