Fimm fulltrúar KA í U16 sem lagđi Fćreyinga

Handbolti
Fimm fulltrúar KA í U16 sem lagđi Fćreyinga
Góđir sigrar í fyrstu landsleikjum strákanna

Íslenska landsliđiđ í handbolta skipađ drengjum 16 ára og yngri lagđi jafnaldra sína frá Fćreyjum tvívegis í ćfingaleikjum um helgina. KA átti alls fimm fulltrúa í hópnum en ţađ eru ţeir Dagur Árni Heimisson, Hugi Elmarsson, Jens Bergţórsson, Magnús Dagur Jónatansson og Óskar Ţórarinsson.

Ekki nóg međ ţađ ađ eiga svo marga leikmenn í hópnum ađ ţá er Heimir Örn Árnason annar ţjálfara liđsins en Hrannar Guđmundsson stýrir liđinu međ Heimi.

Í leik liđanna í gćr leiddi Ísland 10-17 í hálfleik og vann ađ lokum afar sannfćrandi 21-34 sigur ţar sem allir leikmenn íslenska liđsins komu viđ sögu. Ţađ má međ sanni segja ađ strákarnir okkar hafi lagt sitt af mörkum í leiknum en ţeir Hugi, Jens og Magnús voru markahćstir í liđinu međ 5 mörk hver, Dagur gerđi 4 mörk og ţá varđi Óskar 10 skot í markinu.

Liđin mćttust í jafnari leik í dag en Ísland leiddi 11-12 í hléinu og landađi loks 22-25 sigri. Hugi var markahćstur okkar manna međ 3 mörk, Magnús gerđi 2 mörk og ţeir Dagur og Jens gerđu sitthvort markiđ. Í markinu varđi Óskar 4 skot.

Strákarnir voru ţarna ađ leika sína fyrstu landsleiki og verđur virkilega gaman ađ fylgjast áfram međ ţeim í landsliđsbúningnum. Strákarnir eru gríđarlega öflugir og metnađarfullir en ţeir urđu ţrefaldir meistarar međ eldra árs liđi KA í vetur og hafa raunar ekki tapađ leik undanfarin ár.


Knattspyrnufélag Akureyrar  |  Dalsbraut 1 600 Akureyri  |  S. 462 3482 | Hafa samband