Gríđarlegur karakter skilađi tveimur 3-0 sigrum á Ţrótti

Blak

KA-piltar kræktu sér í sex mikilvæg stig um helgina þegar Reykjavíkur-Þróttarar komu í heimsókn. Liðið er á mikilli siglingu þessa dagana og hefur unnið 23 hrinur í röð í deild og bikar. Eftir leiki helgarinnar er KA komið í mikinn slag við Þrótt og Stjörnuna um toppsætið í deildinni. Stjarnan og KA eiga eftir að mætast tvívegis en KA á einnig eftir tvo leiki við HK.

Staða efstu liða: Stjarnan 32 stig eftir 11 leiki

Þróttur 29 stig eftir 13 leiki

KA 27 stig eftir 12 leiki

 

 

Föstudagur: KA-Þróttur 3-0 (25-23, 25-19, 25-16)

KA var sterkara liðið í leiknum og sigurinn aldrei í hættu eftir fyrstu hrinuna. Þar hafði KA gott forskot en slakur leikkafli í lok hrinunnar hleypti Þrótti full nálægt. Piotr var lang atkvæðamestur sem fyrr en uppgjafir hans voru baneitraðar. Þar skoraði hann sex stig en alls skoruðu KA-menn átta stig beint úr uppgjöf. Á móti fóru aðeins tíu uppgjafir forgörðum en það er stórkostleg framför frá því í síðustu deildarleikjum.

Stig KA: Piotr 21, Kristján 9, Hilmar 9, Davíð Búi 6, Filip 5, Valli 2.

Laugardagur: KA-Þróttur 3-0 (25-18, 25-22, 25-23)

KA byrjaði leikinn ágætlega en einhver værð var yfir báðum liðunum. Fyrsta hrinan var aldrei í hættu en baslið byrjaði í annari hrinunni. KA-menn réðu hreinlega ekkert við Japanann í liði Þróttar en náðu þó að landa tæpum sigri 25-22. Síðasta hrinan var gríðarlega erfið. Þróttur var yfir 11-16, 15-20 og 19-21 en með svaka endaspretti náði KA að snúa dæminu við og vinna 25-23.

Stig KA (sókn, blokk, uppgjöf): Piotr 19 (15-0-4), Davíð Búi 9 (9-0-0), Kristján 6 (5-1-0), Hilmar 6 (4-2-0), Valli 6 (4-0-2), Filip 6 (2-4-0).


Knattspyrnufélag Akureyrar  |  Dalsbraut 1 600 Akureyri  |  S. 462 3482 | Hafa samband