Grímsi og Hrannar framlengja út 2023

Handbolti

Hallgrímur Mar og Hrannar Björn Steingrímssynir skrifuđu báđir undir nýjan samning viđ knattspyrnudeild KA og eru nú samningsbundnir út sumariđ 2023. Báđir eru ţeir algjörir lykilmenn í liđi KA sem er í toppbaráttu efstu deildar í sumar auk ţess ađ vera komiđ áfram í Mjólkurbikarnum.

Brćđurnir eru uppaldnir í Völsung á Húsavík en gengu báđir ungir ađ aldri til liđs viđ KA en Grímsi gekk í rađir KA ađeins 18 ára gamall og Hrannar var 21 árs er hann tók stökkiđ yfir á brekkuna. Ţeir hafa heldur betur reynst félaginu vel hvort sem er innan sem utan vallar og eru ţađ ţví frábćrar fréttir ađ halda ţeim áfram innan okkar rađa. 

Hallgrímur Mar sem verđur 31 árs á árinu er leikjahćsti leikmađur í sögu KA en hann hefur nú leikiđ 238 leiki fyrir félagiđ í deild og bikar auk ţess sem hann er markahćsti leikmađur KA í efstu deild međ 31 mark. Alls hefur hann skorađ 71 mark fyrir félagiđ og er ađeins tveimur mörkum frá Hreini Hringssyni sem er markahćstur međ 73 mörk.

Hrannar Björn sem er 29 ára gamall hefur leikiđ 156 leiki fyrir KA í deild og bikar en Hrannar sem leikur sem bakvörđur hefur gert tvö mörk í leikjunum og eru ţau bćđi af dýrari gerđinni. 

Brćđurnir eru báđir miklir leiđtogar og láta mikiđ fyrir sér fara inni á vellinum. Ţá koma ţeir úr mikilli fótboltafjölskyldu en brćđur ţeirra ţeir Guđmundur Óli og Sveinbjörn Már hafa einnig leikiđ međ KA.

Viđ hlökkum ţví áfram til ađ berja brćđurna augum í gula og bláa búningnum en nćsti leikur KA er á ţriđjudaginn er liđiđ sćkir Fylki heim í Árbćinn.


Knattspyrnufélag Akureyrar  |  Dalsbraut 1 600 Akureyri  |  S. 462 3482 | Hafa samband