Hákon, Iðunn og Ísabella í Knattspyrnuskóla KSÍ

Fótbolti
Hákon, Iðunn og Ísabella í Knattspyrnuskóla KSÍ
Frábærir fulltrúar KA í skólanum í ár

Knattspyrnuskóli KSÍ fór fram í Garði í vikunni undir stjórn Lúðvíks Gunnarssonar og Aðalbjarnar Hannessonar. Lúðvík er þjálfari U-15 ára liða Íslands og Hæfileikamótunar KSÍ og Alla þekkjum við vel enda yfirþjálfari hjá okkur í KA.

Fyrirkomulagið á skólanum er þannig að hvert félag má senda einn leikmann fæddan 2004 í verkefnið. KSÍ óskaði þó eftir að fá Ísabellu Júlíu einnig og því sendi KA tvær stelpur. Í skólanum taka leikmennirnir þátt í þremur æfingum ásamt því að spila einn innbyrðisleik.

Fyrir hönd KA fóru Hákon Orri Hauksson, Iðunn Rán Gunnarsdóttir og Ísabella Júlía Óskarsdóttir. Þau eiga það öll sameiginlegt að hafa staðið sig mjög vel í Garði bæði innan sem utan vallar og því verið félaginu til sóma.


Knattspyrnufélag Akureyrar  |  Dalsbraut 1 600 Akureyri  |  S. 462 3482 | Hafa samband