Háspennu lífshćttusigur hjá KA U gegn Fjölni U

Handbolti
Háspennu lífshćttusigur hjá KA U gegn Fjölni U
Ótrúlegur endir á spennuţrungnum leik

Ungmennaliđ KA tók á móti ungmennaliđi Fjölnis í Grill 66 deild karla í KA-Heimilinu í dag. Fyrir leikinn höfđu strákarnir tapađ síđustu ţremur leikjum sínum og voru ţví stađráđnir í ađ koma sér aftur á beinu brautina. Gestirnir voru hinsvegar á botninum međ 2 stig og ólmir í ađ laga sína stöđu.

Fjölnisliđiđ byrjađi leikinn betur og komust snemma í 1-4, lítill taktur var í sóknarleik okkar liđs og gestirnir gengu á lagiđ. Strákarnir skoruđu ekki í rúmar sjö mínútur en komust loks í gang og jöfnuđu í 4-4. Í kjölfariđ var jafnt á öllum tölum og gríđarleg spenna í leiknum sem var ansi skemmtilegur.

Hálfleikstölur voru 13-14 fyrir Fjölni og rétt eins og í upphafi fyrri hálfleiks byrjuđu ţeir betur í ţeim síđari. Ţeir gerđu fyrstu ţrjú mörk hálfleiksins og komust í 13-17 áđur en KA liđiđ kom sér aftur á blađ sem tók rúmar átta mínútur í ţetta skiptiđ. Aftur fundu strákarnir ţó taktinn og jöfnuđu metin í 18-18.

Alveg eins og í fyrri hálfleik tók nú viđ kafli ţar sem jafnt var á öllum tölum og mátti vart sjá hvoru megin sigurinn myndi enda. Á lokamínútunni voru gestirnir međ boltann í stöđunni 25-25 en skot ţeirra fór framhjá. Í kjölfariđ braust Sigţór Árni Heimisson í gegn og skorađi gríđarlega mikilvćgt mark og enn um 10 sekúndur eftir af leiknum. Fjölnisliđiđ kom sér í dauđafćri á línunni en skotiđ fór í slánna og yfir og KA liđiđ slapp međ skrekkinn.

Gríđarlega torsóttur 26-25 sigur ţví í höfn og strákarnir ţví komnir aftur á beinu brautina. 

Arnór Ísak Haddsson fór fyrir KA U í dag og var markahćstur međ 7 mörk, ţar af eitt úr vítakasti. Ţorri Starrason, Sigţór Árni Heimisson, Einar Birgir Stefánsson og Einar Logi Friđjónsson gerđu allir 4 mörk, Sigţór Gunnar Jónsson 2 og Jón Heiđar Sigurđsson 1 mark. Svavar Ingi Sigmundsson varđi 7 skot í markinu.

Nćsti leikur liđsins er föstudaginn 29. nóvember er strákarnir sćkja ungmennaliđ Vals heim en Valsliđiđ er í 2.-3. sćti deildarinnar međ 11 stig en KA U er međ 8 stig.


Knattspyrnufélag Akureyrar  |  Dalsbraut 1 600 Akureyri  |  S. 462 3482 | Hafa samband