Helga Steinunn gerð að heiðursfélaga ÍSÍ

Almennt

Helga Steinunn Guðmundsdóttir var í dag gerð að heiðursfélaga Íþrótta- og Ólympíusambands Ísland en Helga hefur unnið ómetanlegt starf í þágu íþrótta á Íslandi. Hún sat í stjórn ÍSÍ frá árinu 2006 til ársins 2017 og var varaforseti sambandsins 2013 til 2017.

Helga var sæmd Heiðurskrossi ÍSÍ árið 2017 og Gullmerki ÍSÍ árið 2003 en hún gegndi til að mynda starfi formanns Skipulagsnefndar Smáþjóðaleikanna 2015 og vinnuhóps ÍSÍ um ferðasjóð íþróttafélaga frá upphafi sjóðsins.

Þá hefur Helga Steinunn unnið gríðarlega mikið og gott starf fyrir KA en hún var formaður félagsins frá árinu 1998 til ársins 2005. Einnig hefur hún setið í stjórn knattspyrnudeildar KA til viðbótar við öll þau önnur störf sem hún hefur komið að innan félagsins. Helga var gerð að heiðursfélaga KA árið 2008 og var sæmd gullmerki KA árið 2005.

Við óskum Helgu innilega til hamingju með sæmdarheitið sem er svo sannarlega verðskuldað.


Knattspyrnufélag Akureyrar  |  Dalsbraut 1 600 Akureyri  |  S. 462 3482 | Hafa samband