Helsingborg og KA ná samkomulagi um Daníel

Fótbolti
Helsingborg og KA ná samkomulagi um Daníel
Daníel fagnar marki í sumar (mynd: Þórir Tryggva)

Knattspyrnudeild KA hefur náð samkomulagi við Sænska liðið Helsingborgs IF um kaup á Daníel Hafsteinssyni. Daníel sem verður 20 ára seinna á árinu hefur verið í algjöru lykilhlutverki á miðjunni í KA liðinu og þrátt fyrir ungan aldur hefur hann nú þegar leikið 48 leiki fyrir liðið og gert í þeim 6 mörk.

Þá er Daníel fastamaður í U-21 árs landsliði Íslands en hann hefur alls leikið 15 leiki fyrir yngri landslið Íslands og gert í þeim 1 mark.

Uppfært: Daníel hefur skrifað undir þriggja og hálfs árs samning við Helsingborgs og ljóst að þetta er gríðarlega flott skref fyrir okkar öfluga leikmann. Við óskum Danna til hamingju með samninginn og hlökkum til að fylgjast með honum á komandi árum.

Á síðustu leiktíð var Daníel valinn efnilegasti leikmaður KA auk þess sem hann hlaut Móðann og var þar með leikmaður ársins hjá Vinum Móða.

Fyrr á árinu seldi KA Bjarna Mark Antonsson til IK Brage í Svíþjóð og klárt mál að félagið ætlar sér að búa til fleiri atvinnumenn með sínu öfluga yngri flokkastarfi.


Knattspyrnufélag Akureyrar  |  Dalsbraut 1 600 Akureyri  |  S. 462 3482 | Hafa samband