HK sótti tvö stig norđur (myndir)

Handbolti
HK sótti tvö stig norđur (myndir)
Hlutirnir féllu ekki međ okkur mynd Ţórir Tryggva)

KA tók á móti HK í Olís deild karla um helgina en ţetta var fyrsti heimaleikur KA liđsins eftir jólafríiđ. Fyrir leikinn var KA í 9. sćti deildarinnar međ 11 stig en gestirnir voru á botninum međ 2 stig og ţurftu nauđsynlega á sigri ađ halda til ađ halda lífi í sínum vonum um áframhaldandi veru í deild ţeirra bestu.

Leikurinn fór jafnt af stađ og stefndi allt í hörkuleik en stađan var 6-7 fyrir gestina ţegar fyrri hálfleikur var rétt rúmlega hálfnađur. En ţá hrökk allt í baklás hjá okkar liđi og HK komst skyndilega í 6-11. Stađan var 10-14 fyrir gestina er flautađ var til hálfleiks og ljóst ađ strákarnir ţyrftu ađ gefa allhressilega í í síđari hálfleik til ađ snúa dćminu viđ.


Smelltu á myndina til ađ skođa myndaveislu Ţóris Tryggvasonar frá leiknum

En gestirnir úr Kópavogi voru greinilega mćttir norđur til ađ sćkja tvö stig og ţeir vörđu forskot sitt međ mikilli baráttu. Ţađ var ekki fyrr en um sjö mínútur lifđu leiks ađ strákunum tókst loksins ađ minnka muninn niđur fyrir fjögur mörk en ţađ dugđi ekki og HK vann ađ lokum 23-26 sigur.

Gríđarlega svekkjandi niđurstađa enda er fariđ ađ styttast í lok deildarinnar og hvert stig fer ađ verđa ansi mikilvćgt. HK er hinsvegar komiđ međ 4 stig međ sigrinum og er ţví enn á lífi í fallbaráttunni. Spilamennska okkar liđs var ekki nćgilega góđ og áttu flestir leikmenn okkar ansi mikiđ inni. Ţá féll ansi lítiđ međ liđinu sem er rándýrt í leik sem ţessum.

Daníel Örn Griffin var besti mađur okkar liđs en hann var markahćstur međ 8 mörk, Dagur Gautason gerđi 7, Patrekur Stefánsson 3, Andri Snćr Stefánsson 2, Daníel Matthíasson 1, Jón Heiđar Sigurđsson 1 og Sigţór Gunnar Jónsson 1 mark.

Svavar Ingi Sigmundsson byrjađi í marki KA og hóf leikinn af krafti en svo dróg af honum og Jovan Kukobat kom inná í hans stađ. Svavar varđi alls 5 skot og Jovan 6 skot.

Nćsti leikur liđsins er heimaleikur nćstu helgi gegn Íslandsmeisturum Selfoss og klárt ađ strákarnir ţurfa á betri frammistöđu ađ halda til ađ eiga möguleika gegn öflugu liđi Selfyssinga.


Knattspyrnufélag Akureyrar  |  Dalsbraut 1 600 Akureyri  |  S. 462 3482 | Hafa samband