Hrefna og Gunnar hætta í aðalstjórn KA

Almennt
Hrefna og Gunnar hætta í aðalstjórn KA
Hrefna og Gunnar á 90 ára afmæli KA í janúar

Aðalfundur KA verður haldinn í dag klukkan 18:00 í KA-Heimilinu. Það er ljóst að það verða breytingar á aðalstjórn félagsins en þau Hrefna G. Torfadóttir og Gunnar Níelsson munu bæði hætta. Við hvetjum að sjálfsögðu alla sem geta til að mæta á fundinn og fylgjast með því mikla og góða verki sem unnið hefur verið í aðalstjórn sem og að sjá hvaða skref eru framundan hjá KA.

Hrefna G. Torfadóttir er núverandi formaður KA og verður því kosinn nýr formaður félagsins í kvöld. Hrefna hefur gegnt formannshlutverkinu frá árinu 2010 en hún hefur unnið ófá önnur störf í þágu félagsins undanfarna áratugi og hefur til að mynda verið bæði formaður handknattleiksdeildar og fyrsti formaður unglingaráðs handknattleiksdeildar.

Gunnar Níelsson eða Gunni Nella eins og flestir þekkja hann sem hefur verið mjög áberandi í KA starfinu í áraraðir. Gunni hefur í gegnum árin setið í stjórnum félagsins og var til að mynda formaður knattspyrnudeildar.

Við þökkum þeim að sjálfsögðu báðum kærlega fyrir ómetanlegt starf fyrir félagið en ef við þekkjum þau rétt þá verða þau bæði áfram mjög sýnileg í kringum starfið í KA.


Knattspyrnufélag Akureyrar  |  Dalsbraut 1 600 Akureyri  |  S. 462 3482 | Hafa samband