ÍBV afgreiddi KA/Ţór í seinni hálfleik

Handbolti
ÍBV afgreiddi KA/Ţór í seinni hálfleik
Eyjavörnin lokađi vel á okkar liđ (mynd: Hannes)

KA/Ţór tók á móti ÍBV í 3. umferđ Olís deildar kvenna í KA-Heimilinu í kvöld. Töluverđ bjarstýni var fyrir leikinn enda höfđu stelpurnar unniđ frábćran útisigur á Haukum í síđustu umferđ á sama tíma og ÍBV hafđi tapađ gegn nýliđum HK á heimavelli.

Jafnt var á öllum tölum fyrsta kortériđ en okkar liđ leiddi leikinn mest allan tímann. Í stöđunni 7-8 fyrir ÍBV kom flottur kafli hjá stelpunum sem breytti stöđunni í 10-8 og aftur í 11-9. Útlitiđ gott og spilamennskan hafđi veriđ flott. En ţá kom erfiđur kafli og gestirnir sneru leiknum, hálfleikstölur voru 14-17 og ÍBV komiđ međ ágćtistak á leiknum.

Tímalína fyrri hálfleiks

Í upphafi síđari hálfleiks tókst stelpunum ađ minnka muninn í tvö mörk í stöđunni 16-18 en ţá datt botninn úr leik liđsins og sjö marka kafli gestanna gerđi út um leikinn.

Stađan skyndilega orđin 16-25 og úrslitin í raun ráđin. Rétt eins og gegn Val í fyrsta leik mega stelpurnar ţó eiga ţađ ađ ţćr héldu áfram ađ reyna og misstu Eyjastúlkur ekki lengra frá sér en ţađ er ljóst ađ leikmenn og ţjálfarar ţurfa ađ fara vel yfir hvađ orsakar ţessa slćmu kafla.

Tímalína seinni hálfleiks

Lokatölur 26-34 og sigur ÍBV frekar sannfćrandi. Okkar stelpur mega eiga ţađ ađ ţćr geta svo sannarlega stađiđ í öllum liđum deildarinnar en ţađ virđist vanta ađeins meira jafnvćgi í spilamennskuna.

Ţá gekk liđinu á köflum erfiđlega međ ađ leysa 5-1 vörn ÍBV međ Ester Óskarsdóttur lengst fyrir framan.

Mörk KA/Ţór: Martha Hermannsdóttir 6, Katrín Vilhjálmsdóttir 5, Sólveig Lára Kristjánsdóttir 5, Ţórunn Eva Sigurbjörnsdóttir 4, Ásdís Guđmundsdóttir 3, Hulda Bryndís Tryggvadóttir 1, Ólöf Marín Hlynsdóttir 1 og Rakel Sara Elvarsdóttir 1.
Í markinu varđi Olgica Andrijasevic 9 skot og Selma Sigurđardóttir 3 skot.

Mörk ÍBV: Arna Sif Pálsdóttir 12, Greta Kavaliuskaite 8, Ester Óskarsdóttir 3, Karólína Bćhrenz Lárudóttir 3, Andrea Gunnlaugsdóttir 2, Kristrún Ósk Hlynsdóttir 2, Sandra Dís Sigurđardóttir 2, Linda Björk Brynjarsdóttir 1 og Sunna Jónsdóttir 1.
Guđný Jenný Ásmundsóttir varđi 7 skot í marki ÍBV og sömuleiđis Andrea Gunnlaugsdóttir.


Knattspyrnufélag Akureyrar  |  Dalsbraut 1 600 Akureyri  |  S. 462 3482 | Hafa samband