Ívar Arnbro á reynslu í Svíþjóð

Fótbolti
Ívar Arnbro á reynslu í Svíþjóð
Ívar og Bane markmannsþjálfari KA

Ívar Arnbro Þórhallsson er um þessar mundir á reynslu í Svíþjóð en Ívar sem er 15 ára gamall er gríðarlega efnilegur markvörður sem er að koma uppúr yngriflokkum félagsins. Þá var Ívar sjö sinnum í leikmannahópi meistaraflokks KA á nýliðnu tímabili.

Hann er nú á viku reynslu hjá liði Djurgårdens IF og í kjölfarið fer hann á vikureynslu hjá liði IF Brommapojkarna. Djurgården er eitt stærsta lið Svíþjóðar og ansi hreint spennandi að koma inn í þær aðstöður sem liðið hefur upp á að bjóða. Lið Brommapojkarna er þekkt fyrir eitt besta yngriflokkastarf Svíþjóðar sem hefur skilað ófáum gæðaleikmönnum.

Það er ekki nokkur spurning að Ívar á framtíðina fyrir sér og verður virkilega gaman að fylgjast með framgöngu hans á næstu árum. Það segir ýmislegt að hann fái þetta flotta tækifæri svona snemma á ferlinum.


Knattspyrnufélag Akureyrar  |  Dalsbraut 1 600 Akureyri  |  S. 462 3482 | Hafa samband