Jóna valin best í liđi Íslands á NEVZA

Blak
Jóna valin best í liđi Íslands á NEVZA
Frábćrir fulltrúar KA!

Norđurlandamót NEVZA í blaki hjá U19 ára landsliđunum fór fram um helgina og átti blakdeild KA alls fimm fulltrúa á mótinu sem fór fram í Rovaniemi í Finnlandi.

Ţćr Heiđbrá Björgvinsdóttir og Jóna Margrét Arnarsdóttir léku fyrir stúlknalandsliđiđ en stelpurnar léku um 3. sćtiđ á mótinu en ţurftu ţar ađ lúta í gras fyrir Dönum og enduđu ţví í 4. sćti mótsins. Jóna Margrét var svo ađ mótinu loknu valin besti leikmađur íslenska liđsins en hún sýndi mjög góđa takta í stöđu uppspilara ţar sem hún batt saman spil liđsins.

Mótiđ hófst á föstudag ţar sem stelpurnar áttu góđan leik á móti Svíum og unnu fyrstu hrinuna en töpuđu annarri. Ţriđja hrinan var ćsispennandi og tapađist eftir upphćkkun. Svíar komu ţá fljúgandi inn í fjórđu hrinuna og unnu hana. Stelpurnar töpuđu svo fyrir danska liđinu á laugardag og síđar um daginn kom enn eitt tapiđ ţegar ţađ fćreyska vann ţađ íslenska. Ţetta ţýddi ađ stelpurnar enduđu í 5. sćti riđilsins og áttu ţannig leik viđ liđiđ í fjórđa sćti sem var Fćreyjar. Ísland gerđi sér lítiđ fyrir og vann 3-1 og lék ţví um bronsiđ á mótinu.


Jóna međ verđlaun sín sem besti leikmađur Íslands

Ţeir Draupnir Jarl Kristjánsson, Gísli Marteinn Baldvinsson og Sölvi Páll Sigurpálsson léku svo međ drengjalandsliđinu en strákarnir lögđu frćndur sína frá Fćreyjum í lokaleiknum 3-1 og tryggđu sér ţar međ 5. sćtiđ á mótinu.

Strákarnir mćttu Noregi í fjórđungsúrslitum í gćrmorgun en liđiđ átti frábćran leik og leika ţurfti oddahrinu til ađ skera úr um hvort liđiđ fćri í undanúrslitin. Noregur vann oddahrinuna og fór í undanúrslitaleikinn gegn Finnum.

Paula del Olmo Gomez leikmađur KA var svo ađstođarţjálfari hjá stúlknalandsliđinu og ţá dćmdi Sćvar Már Guđmundsson fyrrum leikmađur KA á mótinu.


Knattspyrnufélag Akureyrar  |  Dalsbraut 1 600 Akureyri  |  S. 462 3482 | Hafa samband