KA áfram á toppnum eftir sigur á Mílunni

Handbolti
KA áfram á  toppnum eftir sigur á Mílunni
Áki Egilsnes var mađur leiksins

KA lék sinn fyrsta leik í Grill 66 deild karla á ţessu ári í gćr. Mótherjinn var Mílan, sem kemur frá Selfossi og nćsta nágrenni. Ţetta var ţriđja viđureign liđanna á tímabilinu en KA hafđi unniđ hinar tvćr fyrri viđureignirnar sem fóru fram á Selfossi.

Mílumenn mćttu norđur međ fámennan hóp, tólf manns á skýrslu og enginn í stöđu ţjálfara eđa liđsstjóra.

Heimamenn virtust hálf ryđgađir framan af fyrri hálfleik og eftir tuttugu mínútna leik var stađan 8-5 fyrir KA. Markvörđur Mílumanna, Sverrir Andrésson átti stórleik og varđi flest sem á mark ţeirra kom, ţar af fjölmörg dauđafćri.

Á ţessum tímapunkti tók Stefán Árnason leikhlé og vildi fá meiri kraft og einbeitingu í leik sinna manna. Óhćtt er ađ segja ađ ţeir hafi svarađ kalli ţjálfarans ţví ţađ sem eftir lifđi hálfleiksins juku ţeir forskotiđ í sex mörk og stađan 13-7 í hálfleik.

Tímalína fyrri hálfleiks

Seinni hálfleikurinn var síđan algjör einstefna ţar sem KA liđiđ réđ ferđinni. Á fyrstu tuttugu mínútum hálfleiksins skorađi Mílan einungis eitt mark gegn 11 mörkum heimamanna. Eins og gefur ađ skilja ţá var einungis formsatriđi ađ ljúka leiknum og helsta spurningin hversu stór sigur heimamanna yrđi.

Svariđ viđ ţví varđ nítján mörk, 31-12 og međ stigunum tveim heldur KA áfram toppsćti deildarinnar.

Tímalína seinni hálfleiks

Leikurinn var sýndur á KA-TV en á ţeim bć höfum viđ stöđugt veriđ ađ ţróa grafíkina sem birtist á skjánum, jafnt tímalínuna sem viđ notum einnig í ţessari umfjöllun svo og samanburđ á nokkrum tölfrćđi ţáttum liđanna sem einnig birtist hér. Bláa línan á tímalínunum sýnir hvernig forystan og markamunur liđanna ţróast í leiknum.

Tölfrćđisamanburđur liđanna

Áki Egilsnes var valinn mađur KA liđsins í leiknum en hann var markahćstur, Andri Snćr var öryggiđ uppmálađ á vítalínunni og Einar Logi Friđjónsson sýndi góđa spretti í markaskoruninni.

Mörk KA: Áki Egilsnes 8, Andri Snćr Stefánsson 6 (5 úr vítum), Einar Logi Friđjónsson 5, Elfar Halldórsson 3, Sigţór Árni Heimisson 3, Dađi Jónsson 2, Sigţór Gunnar Jónsson 2, Heimir Örn Árnason 1 og Jóhann Einarsson 1 mark.
Jovan Kukobat stóđ lengst af í markinu og átti prýđisleik, vítabaninn Svavar Ingi reyndi viđ fyrra víti Mílumanna en hafđi ekki erindi ađ ţessu sinni, Svavar Ingi kom svo í markiđ undir lok leiksins.

Mörk Mílunnar: Árni Geir Hilmarsson 3, Birgir Örn Harđarson 2, Páll Dagur Bergsson 2, Eyţór Jónsson 1, Ketill Heiđar Hauksson 1, Sverrir Andrésson 1, Trausti Elvar Magnússon 1 og Örn Ţrastarson 1 mark.
Langbesti mađur Mílunnar var markvörđurinn Sverrir Andrésson međ 16 skot varin og sömuleiđis átti Hermann Guđmundsson góđa innkomu í lokin međ 5 varin skot.

Nćsti leikur KA liđsins í Grill 66 deildinni er nćskomandi laugardag, 3. febrúar ţegar liđiđ sćkir Hauka U heim.

Eins og áđur segir var leikurinn sýndur í beinni á KA-TV og hćgt ađ horfa á upptökuna í spilaranum hér ađ neđan.


Knattspyrnufélag Akureyrar  |  Dalsbraut 1 600 Akureyri  |  S. 462 3482 | Hafa samband