KA áfram í deild ţeirra bestu!

Handbolti

KA mun leika áfram í Olís deild karla í handboltanum en ţetta varđ ljóst eftir leiki kvöldsins í nćstsíđustu umferđ deildarinnar. KA sótti stórliđ Vals heim en fyrir leikinn var enn möguleiki á sćti í úrslitakeppninni og ljóst ađ strákarnir myndu gefa allt í leikinn.

Byrjunin á leiknum var góđ og strákarnir leiddu međ góđum varnarleik og Jovan Kukobat var öflugur í markinu. En um miđbik hálfleiksins fóru Valsarar ađ finna lausnir á varnarleiknum okkar og ţeir gengu á lagiđ. Ţeir breyttu stöđunni úr 6-6 yfir í 10-6 en strákarnir lögđu ekki árar í bát og minnkuđu muninn í tvö mörk.

Jafnvćgi var međ liđunum út hálfleikinn og Valur leiddi 16-13 er flautađ var til hlés. Byrjunin á síđari hálfleik var frábćr og ekki leiđ á löngu uns stađan var orđin jöfn í 16-16 og aftur í 17-17. Mikil spenna var í leiknum og mátti vart sjá hvort liđiđ myndi taka leikinn.

En er tćpar 20 mínútur lifđu leiks skildi á milli og sóknarleikur okkar fór ađ ganga ansi illa. Heimamenn náđu öruggu forskoti og unnu ađ lokum 30-25 sigur. Margt jákvćtt í leik kvöldsins en ţví miđur var frammistađan ekki nćgilega stöđug en ţó gaman ađ sjá hve vel viđ náđum ađ standa í öflugu liđi Vals lengi vel.

Á sama tíma gerđu ÍR-ingar jafntefli viđ Stjörnuna og ţví ljóst ađ viđ munum ekki ná úrslitakeppnissćti í lokaumferđinni en hinsvegar međ tapi Akureyrar gegn FH er klárt ađ áframhaldandi sćti okkar liđs í deild ţeirra bestu er öruggt og ţví markmiđi vetrarins í höfn.

Tarik Kasumovic var markahćstur í dag međ 9 mörk, Áki Egilsnes gerđi 6, Jón Heiđar Sigurđsson 2, Dagur Gautason 2, Andri Snćr Stefánsson 2, Allan Norđberg 2, Jóhann Einarsson 1 og Sigţór Árni Heimisson 1 mark.

Jovan Kukobat byrjađi leikinn mjög vel í markinu og varđi 11 skot. Svavar Ingi Sigmundsson kom í rammann í síđari hálfleik og varđi 6 skot ţar á međal tvö vítaköst, ekki amalegt ţađ!

Síđasti leikur vetrarins fer svo fram á laugardaginn ţegar KA tekur á móti FH í KA-Heimilinu. Strákunum var spáđ neđsta sćti deildarinnar fyrir veturinn en munu enda í 9. sćtinu og klárt mál ađ ţessi vetur hefur veriđ stórkostlegur. Ţađ er ţví eina vitiđ ađ fylla KA-Heimiliđ á laugardaginn og hylla strákana okkar og hefja strax undirbúninginn fyrir nćsta vetur, áfram KA!


Knattspyrnufélag Akureyrar  |  Dalsbraut 1 600 Akureyri  |  S. 462 3482 | Hafa samband