KA Íslandsmeistari í 4. flokki eldri

Handbolti
KA Íslandsmeistari í 4. flokki eldri
Stórkostlegur árangur hjá mögnuđu liđi!

KA varđ í dag Íslandsmeistari á eldra ári 4. flokks karla í handbolta eftir glćsilegan sigur á Aftureldingu í úrslitaleik. Strákarnir á yngra ári voru einnig í úrslitum en ţurftu ađ sćtta sig viđ silfur eftir tap gegn ÍR.

Strákarnir á eldra árinu hafa ekki tapađ leik undanfarin ár og voru fyrir leikinn Bikar- og Deildarmeistarar auk ţess ađ vera ríkjandi Íslandsmeistarar frá síđustu leiktíđ. Úrslitahelgi yngriflokka fór fram ađ Varmá í Mosfellsbć og var Afturelding ţví á heimavelli í úrslitaleiknum. Mosfellingar hófu leikinn af krafti og komust snemma í 4-1 forystu.

En ţađ býr frábćr karakter í KA liđinu og strákarnir voru ekki lengi ađ svara fyrir sig og náđu í kjölfariđ frumkvćđinu í leiknum. Hálfleikstölur voru 9-12 fyrir KA og strákarnir komnir međ gott tak á leiknum.

Ţađ var svo aldrei spurning í ţeim síđari hvoru meginn sigurinn myndi enda, KA náđi fljótlega sex marka forystu sem hélst út leikinn. Mosfellingar náđu ađ laga stöđuna undir lokin en strákarnir héldu haus og unnu 21-24 sigur og tryggđu sér ţar međ Íslandsmeistaratitilinn. Eldra ár KA er ţar međ ţrefaldir meistarar í vetur og unnu ţađ ótrúlega afrek ađ tapa ekki leik alla sína göngu í 4. flokki.

Hugi Elmarsson var valinn besti leikmađur úrslitaleiksins en Hugi átti stórleik í vinstra horninu og gerđi alls 7 mörk í leiknum. Strákarnir áttu ţó allir frábćran leik og verđur ansi gaman ađ fylgjast međ ţeim í náinni framtíđ.

Yngra ár KA mćtti ÍR í úrslitaleiknum en strákarnir okkar höfđu endađi í 2. sćti bćđi í bikarnum sem og í deildinni og voru heldur betur klárir í ađ sćkja gull en ţeir slógu einmitt Bikarmeistara Hauka út í undanúrslitunum.

En ÍR-ingar áttu virkilega góđan leik og höfđu yfirhöndina 14-10 í hálfleik og ţrátt fyrir hetjulega baráttu KA liđsins tókst aldrei ađ brúa ţađ bil í ţeim síđari. Ţegar úrslitin voru ráđin gengu ÍR-ingar á lagiđ og unnu ađ lokum 26-19 sigur.

Vissulega svekkjandi ađ ná ekki gullinu en strákarnir geta engu ađ síđur veriđ ákaflega stoltir af sinni framgöngu í vetur. Ţeir enda í öđru sćti í öllum keppnum vetrarins og munu klárlega búa ađ ţeirri reynslu á nćsta tímabili.


Knattspyrnufélag Akureyrar  |  Dalsbraut 1 600 Akureyri  |  S. 462 3482 | Hafa samband