KA Íslandsmeistari í 4. flokki kvenna

Fótbolti
KA Íslandsmeistari í 4. flokki kvenna
Íslandsmeistarar 2018!

Í dag fór fram úrslitaleikur Íslandsmótsins í 4. flokki kvenna ţegar KA tók á móti Breiđablik á Greifavellinum. Bćđi liđ unnu úrslitariđil sinn međ fullu húsi stiga og ekki spurning ađ ţarna mćttust tvö bestu liđ landsins. Mćtingin á völlinn var til fyrirmyndar og var flott stemning yfir ţessum stóra leik.

KA 2 - 1 Breiđablik
1-0 Tanía Sól Hjartardóttir ('2)
1-1 Birna Kristín Björnsdóttir ('49)
2-1 Rebekka Lind Ađalsteinsdóttir ('59)

KA fékk sannkallađ draumabyrjun ţegar Tanía Sól Hjartardóttir skorađi strax á 2. mínútu leiksins međ skot í slá og inn eftir flotta fyrirgjöf sem Tanía tók niđur og ţrumađi ađ markinu.

Gestirnir úr Kópavoginum tóku í kjölfariđ yfir leikinn og ţjörmuđu ađ okkar liđi ţó án ţess ađ ná ađ skapa sér of mikiđ af fćrum. KA liđiđ er ţekkt fyrir ansi góđan varnarleik og ţađ sýndi sig svo sannarlega í dag. Ţrátt fyrir nokkrar ágćtar tilraunir urđu mörkin ekki fleiri í ţeim fyrri og KA leiddi ţví 1-0 í hálfleik.

Síđari hálfleikur hófst eins og sá fyrri, sóknarţungi Blikanna var orđinn ansi mikill og á 49. mínútu tókst ţeim ađ skora eftir svakalega sókn ţar sem KA vörnin varđi í tvígang skot úr teignum. Boltinn endađi ţó hjá Birnu Kristínu Björnsdóttur og hún renndi boltanum í netiđ og jafnađi metin.

Einhverjir höfđu kannski áhyggjur ađ nú myndu gestirnir bara halda áfram ađ stýra leiknum en annađ kom sko á daginn. KA stelpurnar rifu sóknarleikinn í gang og áttu nokkrar góđar tilraunir.

Ţađ var svo Rebekka Lind Ađalsteinsdóttir sem kom KA aftur yfir eftir frábćra sókn. Tanía náđi boltanum viđ teiginn, renndi honum fyrir markiđ ţar sem Sonja Kristín Sigurđardóttir lét boltann skemmtilega fara fram hjá sér og Rebekka hikađi hvergi og ţrumađi boltanum í netiđ.

Ţađ sem eftir lifđi leiks reyndu bćđi liđ hvađ ţau gátu viđ ađ bćta viđ mörkum en fleiri urđu ţau ekki og gríđarlega sćtur 2-1 sigur KA stađreynd. KA er ţví Íslandsmeistari í 4. flokki kvenna í ár og eiga stelpurnar titilinn svo sannarlega skilinn. Spilamennska liđsins í sumar hefur veriđ algjörlega frábćr og framtíđin í kvennaboltanum er svo sannarlega björt hjá félaginu.

Íslandsmeistarar KA 2018
Ísabella Júlía Óskarsdóttir, Jónína Maj Sigurđardóttir, Marey Dóróthea Maronsd. Olsen, Móheiđur Ólafsdóttir, Tanía Sól Hjartardóttir, Sonja Kristín Sigurđardóttir, Iđunn Rán Gunnarsdóttir, Edda Líney Baldvinsdóttir, Heiđdís Birta Jónsdóttir, Ísfold Marý Sigtryggsdóttir, Rebekka Lind Ađalsteinsdóttir, Verónika Jana Ólafsdóttir, Ástrós Lena Ásgeirsdóttir, Lovísa Lea Jóhannsdóttir, Sara Mjöll Jóhannsdóttir, Auđur Hákonardóttir, Sigrún Rósa Víđisdóttir og Hildur Lilja Jónsdóttir.

Ţjálfarar liđsins eru ţau Pétur Heiđar Kristjánsson og Ágústa Kristinsdóttir


Knattspyrnufélag Akureyrar  |  Dalsbraut 1 600 Akureyri  |  S. 462 3482 | Hafa samband