KA Íslandsmeistari í handbolta áriđ 2002

Handbolti
KA Íslandsmeistari í handbolta áriđ 2002
Atli var hylltur í leikslok! (mynd: Ţórir Tryggva)

Ţađ er komiđ ađ ţví ađ rifja upp oddaleik KA og Vals um Íslandsmeistaratitilinn í handbolta áriđ 2002. KA liđiđ sem hafđi lent 2-0 undir hafđi jafnađ einvígiđ í 2-2 og tókst loks hiđ ómögulega og hampađi titlinum eftir frábćran síđari hálfleik í oddaleiknum sem vannst 21-24 ađ Hlíđarenda.

Gríđarlegur fjöldi KA-manna lagđi leiđ sína á leikinn og voru líklega meirihlutinn af ţeim 1.300 manns sem hafđi veriđ trođiđ í gamla íţróttasalinn ađ Hlíđarenda. Sigurgleđin sem braust út í leikslok var ógurleg en ţarna varđ KA Íslandsmeistari í handbolta öđru sinni og kvaddi ţví ţjálfara sinn annađ skiptiđ í röđ međ Íslandsmeistaratitli.


Hér má sjá útsendingu RÚV frá úrslitaleik liđanna ađ Hlíđarenda

Halldór Jóhann Sigfússon var markahćstur í KA liđinu međ 8 mörk, Jóhann Gunnar Jóhannsson 4, Sćvar Árnason 4, Heimir Örn Árnason 3, Andrius Stelmokas 2, Heiđmar Felixson 2 og Einar Logi Friđjónsson 1 gerđi mark.


Smelltu á myndina til ađ skođa myndir Ţóris Tryggvasonar frá herlegheitunum

En ţađ var heldur betur ekki bara fagnađ ađ Hlíđarenda ţví KA hópurinn flaug međ bikarinn til Akureyrar og heljarinnar sigurhátiđ tók viđ í KA-Heimilinu. Ţórir Tryggvason ljósmyndari flaug bćđi suđur á leikinn sem og til baka á sigurhátíđina og myndađi veisluna í bak og fyrir. Viđ kunnum honum bestu ţakkir fyrir vinnuna ađ vinna ţessar skemmtilegu myndir úr gömlu filmunum sínum og alveg ljóst ađ hans framlag til félagsins í gegnum árin er ómetanlegt.

RÚV fylgdist vel međ sigurhátíđinni á Akureyri og fjallađi vel um máliđ. Atli Hilmarsson ţjálfari liđsins var svo tekinn tali sem og Helga S. Guđmundsdóttir formađur KA.


Knattspyrnufélag Akureyrar  |  Dalsbraut 1 600 Akureyri  |  S. 462 3482 | Hafa samband