KA lagđi Leikni F. ađ velli 3-0

Fótbolti
KA lagđi Leikni F. ađ velli 3-0
Strákarnir áfram sannfćrandi (mynd: Sćvar Geir)

KA vann góđan 3-0 sigur á Leikni Fáskrúđsfirđi er liđin mćttust í Boganum í dag í Kjarnafćđismótinu. KA var fyrir leikinn međ fullt hús stiga eftir ţrjá leiki en ţurfti á sigri ađ halda til ađ endurheimta toppsćtiđ í mótinu og ţađ tókst.

Leikurinn fór ansi rólega af stađ en KA liđiđ stillti upp gríđarlega sterku byrjunarliđi í leiknum ţar sem KA2 lék á sama tíma á Húsavík gegn Völsung. KA2 vann einmitt 2-3 sigur ţar sem Ţorsteinn Már Ţorvaldsson gerđi tvö mörk og Adam Örn Guđmundsson gerđi eitt.

Elfar Árni Ađalsteinsson gerđi fyrsta mark leiksins á 27. mínútu ţegar hann skallađi fyrirgjöf frá Hrannari Birni Steingrímssyni laglega í netiđ. Strákarnir stýrđu leiknum og voru til ađ mynda međ boltann 69% fyrri hálfleiks en ţađ var ţó eins og einhvern neista vantađi og mörkin urđu ţví ekki fleiri í fyrri hálfleiknum.

Ađeins meira líf kviknađi í ţeim síđari og Nökkvi Ţeyr Ţórisson tvöfaldađi forystuna nokkrum sekúndum eftir ađ hann kom inná sem varamađur á 68. mínútu. Hrannar Björn gerđi svo ţriđja markiđ međ frábćru marki beint úr aukaspyrnu á 75. mínútu.

Fleiri urđu mörkin ekki og afar öruggur 3-0 sigur ţví stađreynd. KA liđiđ hefur ţví unniđ alla fjóra leiki sína á mótinu til ţessa og loks tókst strákunum ađ halda hreinu. Markatalan er 18-3 en nćsti leikur er gegn Dalvík/Reyni nćsta laugardag á KA-vellinum. Dalvík/Reynir er í ţriđja sćti mótsins međ tvo sigra og tvö jafntefli.


Knattspyrnufélag Akureyrar  |  Dalsbraut 1 600 Akureyri  |  S. 462 3482 | Hafa samband