KA sćkir Grindavík heim á fimmtudag

Fótbolti
KA sćkir Grindavík heim á fimmtudag
Almarr skorađi í síđasta sigurleik KA í Grindavík

Hasarinn heldur áfram í Pepsi deildinni á morgun, fimmtudag, ţegar KA sćkir Grindvíkinga heim suđur međ sjó. Leikurinn er liđur í 12. umferđ deildarinnar og hefst klukkan 18:00, fyrir ţá sem ekki komast til Grindavíkur ţá verđur leikurinn í beinni útsendingu á Stöđ 2 Sport.

Fyrir leikinn eru heimamenn í 5. sćti deildarinnar međ 17 stig en eftir frábćra byrjun á sumrinu hafa Grindvíkingar tapađ ţremur af síđustu fjórum leikjum sínum í deildinni. KA liđiđ er hinsvegar ađ rétta úr kútnum eftir brösuga byrjun og situr í 8. sćtinu međ 12 stig.

Ţađ er ljóst ađ verkefni morgundagsins verđur mjög krefjandi en KA hefur gengiđ ákaflega illa gegn Grindvíkingum í gegnum tíđina og ţá sérstaklega í Grindavík. Síđasti sigur KA í Grindavík kom áriđ 2007 ţegar liđiđ vann 1-2 međ mörkum frá Almarri Ormarssyni og Inga Frey Hilmarssyni. KA-mađurinn Jóhann Helgason gerđi mark Grindvíkinga.

Eins og venjulega ţá hvetjum viđ alla sem geta til ađ mćta á morgun og styđja okkar liđ til sigurs, sumariđ er hálfnađ og ţrátt fyrir erfiđa byrjun á sumrinu ţá er deildin enn galopin og ţví gríđarlega mikilvćgt ađ halda áfram ađ hala inn stigum, sjáumst á vellinum og áfram KA!


Knattspyrnufélag Akureyrar  |  Dalsbraut 1 600 Akureyri  |  S. 462 3482 | Hafa samband