KA sótti mikilvćgan sigur í Mosó

Handbolti
KA sótti mikilvćgan sigur í Mosó
Stórkostleg frammistađa! (mynd: Ţórir Tryggva)

KA sótti Aftureldingu heim í Olís deild karla í handboltanum í dag en leikurinn var gríđarlega mikilvćgur fyrir bćđi liđ. KA liđiđ er bćđi ađ berjast fyrir lífi sínu í deildinni en á sama tíma er liđiđ í harđri baráttu um sćti í úrslitakeppninni. Fyrir leikinn voru ađeins 4 umferđir eftir af deildinni og fá stig eftir í pottinum.

Ţađ sást strax ađ okkar liđ var klárt í slaginn og voru strákarnir gríđarlega vel studdir af fjölmörgum KA mönnum sem höfđu lagt leiđ sína suđur. Áđur en upphafsflautiđ gall var ljóst ađ sigur var unninn í stúkunni og gaf ţađ okkar liđi mikinn kraft.

KA komst snemma í 1-5 og var hrein unun ađ fylgjast međ varnarleik liđsins auk ţess sem Jovan Kukobat stóđ vel fyrir sínu í markinu. Mosfellingar komust betur í takt viđ leikinn en áfram leiddu strákarnir međ fjórum mörkum og virtust hafa ansi gott tak á leiknum.

Stađan var 7-11 er um sex mínútur voru til hálfleiks en ţá kom slćmur kafli og heimamenn jöfnuđu metin. Tarik Kasumovic sá hinsvegar til ţess ađ KA leiddi 11-12 í hléinu en ţađ hefđi veriđ hrikalegt ađ leiđa ekki í hálfleik eftir frábćra frammistöđu lengst af.

Síđari hálfleikur var svo nćstum ţví fullkominn en Mosfellingum tókst aldrei ađ jafna metin. Stađan var 13-14 er tćpar 20 mínútur lifđu leiks og eftir ţađ var aldrei spurning hvoru megin sigurinn myndi enda.

KA liđiđ komst í 13-19 og vann á endanum 22-26 sigur. Gríđarlega mikilvćg tvö stig í hús sem kemur liđinu lengra frá fallsćti og upp í úrslitakeppnissćti. Varnarleikur strákanna í dag var gjörsamlega stórkostlegur en Mosfellingar léku ansi oft međ aukamann í sókninni en ţrátt fyrir ţađ gekk ţeim illa ađ finna glufur á varnarleik okkar liđs.

Svo góđur var varnarleikurinn ađ Jovan Kukobat markvörđur var ţriđji markahćstur í okkar liđi ţar sem hann skaut yfir allan völlinn í autt markiđ. Áki Egilsnes var hinsvegar markahćstur međ 11 mörk og nćstur kom Tarik Kasumovic međ 9 en ţeir félagar virtust vera nćr óstöđvandi í dag. Jón Heiđar Sigurđsson, Andri Snćr Stefánsson, Daníel Matthíasson og Dagur Gautason gerđu allir eitt mark.

Nćsti leikur er heimaleikur gegn ÍBV í KA-Heimilinu laugardaginn 30. mars og ljóst ađ strákarnir eru nú í hörkubaráttu á ađ koma sér í úrslitakeppnina og klárt ađ viđ ţurfum ađ fjölmenna á leikinn!


Knattspyrnufélag Akureyrar  |  Dalsbraut 1 600 Akureyri  |  S. 462 3482 | Hafa samband