KA/Ţór lagđi Hauka á Ásvöllum

Handbolti
KA/Ţór lagđi Hauka á Ásvöllum
Stelpurnar lokuđu á Haukana (mynd: EBF)

Ţađ var krefjandi verkefni sem KA/Ţór átti fyrir höndum er liđiđ sótti Hauka heim ađ Ásvöllum í Olís deild kvenna enda Haukum spáđ góđu gengi í vetur og á toppnum eftir stórsigur í fyrstu umferđ. Á sama tíma höfđu okkar stelpur tapađ fyrsta leik gegn sterku liđi Vals eftir erfiđa byrjun.

Strax frá fyrstu mínútu varđ hinsvegar ljóst ađ ţađ yrđi ekki endurtekning á leiknum gegn Val. Stelpurnar hófu leikinn af miklum krafti, ţar sem liđiđ lék frábćra vörn og Olga í markinu stóđ fyrir sínu. Liđiđ skorađi til ađ mynda 6 mörk úr hrađaupphlaupum og seinni bylgju í fyrri hálfleik og leiddi 13-15 er liđin gengu inn til búningsherbergja.

Í ţeim síđari héldu stelpurnar áfram ađ leiđa og gott betur ţví forskotiđ jókst og spilamennskan til fyrirmyndar. Er kortér lifđi leiks var munurinn 4 mörk og útlitiđ ansi gott. Ţá kom áhlaup frá heimastúlkum og náđu ţćr ađ jafna leikinn.

Á lokamínútunni voru Haukar međ boltann og stađan jöfn, sem betur fer hélt vörnin og stađan snerist viđ. KA/Ţór međ boltann og í möguleika á ađ vinna leikinn. Ţórunn Eva Sigurbjörnsdóttir fór á endanum inn úr hćgra horninu en skot hennar fór í stöng og út, Ásdís Guđmundsdóttir á línunni var hinsvegar vel vakandi, hrifsađi frákastiđ og skorađi er 4 sekúndur voru eftir og sigurinn okkar.

Algjörlega frábćr sigur stađreynd á sterku liđi Hauka og ţađ má sannarlega segja ađ ţessi frammistađa sé yfirlýsing til allra liđanna í deildinni. Skrekkurinn sem var í liđinu í upphafi fyrsta leiks í vetur er svo sannarlega farinn og verđur virkilega spennandi ađ sjá stelpurnar í komandi leikjum.

Ţađ sem skóp sigurinn var klárlega frábćr liđsframmistađa ţar sem vörn og markvarsla lokuđu hreinlega á Haukana og gáfu ţó nokkur hrađaupphlaup. Sóknarleikurinn er allur ađ koma til og hvetjum viđ ađ sjálfsögđu alla til ađ koma í KA-Heimiliđ ţann 4. október ţegar stelpurnar taka á móti ÍBV í nćsta leik.

Mörk KA/Ţórs: Martha Hermannsdóttir 7 mörk, Sólveig Lára Kristjánsdóttir 6, Ásdís Guđmundsdóttir 4, Hulda Bryndís Tryggvadóttir 3, Katrín Vilhjálmsdóttir 3 og Ţórunn Eva Sigurbjörnsdóttir 1 mark.

Olgica Andrijasevic varđi 16 skot í markinu.


Knattspyrnufélag Akureyrar  |  Dalsbraut 1 600 Akureyri  |  S. 462 3482 | Hafa samband