KA valtađi yfir Ólafsvíkinga 5-0

Fótbolti
KA valtađi yfir Ólafsvíkinga 5-0
Frábćr sigur í dag (mynd: Egill Bjarni)

KA mćtti Víking Ólafsvík í Lengjubikarnum í Akraneshöllinni í dag en leikurinn var liđur í 2. umferđ riđlakeppninnar. Bćđi liđ höfđu tapađ fyrsta leik sínum og ljóst ađ mikilvćg stig vćru í húfi ef liđin vildu enn eiga möguleika á sćti í 8-liđa úrslitum keppninnar.

Arnar Grétarsson ţjálfari KA stillti upp sterku liđi en Belgarnir ţeir Jonathan Hendrickx og Sebastiaan Brebels komu báđir inn í byrjunarliđiđ og léku sinn fyrsta leik fyrir félagiđ auk ţess sem Daníel Hafsteinsson lék sinn fyrsta leik eftir endurkomuna frá Helsingborg í Svíţjóđ.

Nökkvi Ţeyr Ţórisson kom KA yfir á 29. mínútu eftir ađ Jonathan Hendrickx hafđi átt fyrirgjöf sem endađi međ hörkuskoti frá Daníel Hafsteinssyni sem fór í stöngina og reyndist Nökkvi réttur mađur á réttum stađ og renndi boltanum í autt markiđ.

Ekki urđu mörkin fleiri í fyrri hálfleik og leiddu strákarnir ţví 0-1 í hléinu. Ţađ tók hinsvegar ekki langan tíma fyrir strákana ađ tvöfalda forskotiđ en Ásgeir Sigurgeirsson gerđi ţađ strax á 47. mínútu eftir flotta sendingu innfyrir frá Nökkva Ţey.

Innan viđ tíu mínútum síđar var stađan orđin 0-3 er Brynjar Ingi Bjarnason skallađi hornspyrnu Hallgríms Mar Steingrímssonar í netiđ og úrslitin í raun ráđin. Ásgeir gerđi sitt annađ mark skömmu síđar eftir ađ hann hafđi stoliđ boltanum sjálfur og klárađi af stakri snilld stöngin inn og stađan orđin 0-4.

Jonathan Hendrickx opnađi svo markareikning sinn fyrir félagiđ er hann gerđi fimmta og síđasta markiđ skömmu fyrir leikslok eftir góđa sendingu frá Hallgrími Mar. Niđurstađan ţar međ 0-5 stórsigur og KA blandar sér ţar međ af krafti inn í baráttuna um sćti í 8-liđa úrslitum ţegar ţrjár umferđir eru eftir af riđlakeppninni.

Spilamennskan í dag var til fyrirmyndar og ljóst ađ liđiđ er á hárréttri leiđ fyrir komandi átök í sumar. Ţá var ákaflega jákvćtt ađ sjá ţá Elvar Mána Guđmundsson, Valdimar Loga Sćvarsson og Björgvin Mána Bjarnason fá tćkifćriđ og nýta ţađ vel en Valdimar Logi var ađ leika sinn fyrsta meistaraflokksleik en Elvar og Björgvin höfđu fengiđ tćkifćriđ í Kjarnafćđismótinu á dögunum.

Nćsti leikur KA er á laugardaginn er HK mćtir norđur en Kópavogsliđiđ hefur byrjađ mótiđ af krafti og er međ fullt hús stiga eftir 2-0 sigra á Grindavík og Aftureldingu.


Knattspyrnufélag Akureyrar  |  Dalsbraut 1 600 Akureyri  |  S. 462 3482 | Hafa samband