KA vann aftur og er í lykilstöđu

Handbolti
KA vann aftur og er í lykilstöđu
Sigţór Gunnar var flottur í kvöld (mynd: Hannes)

KA er komiđ í lykilstöđu í einvígi sínu gegn HK um laust sćti í Olís deild karla í handboltanum eftir 20-25 sigur í öđrum leik liđanna í Digranesi í kvöld. KA leiđir ţví einvígiđ 2-0 og ţarf ađeins einn sigur í viđbót til ađ tryggja sćti í deild ţeirra bestu ađ ári.

Ţađ var ljóst fyrir leikinn ađ liđ HK ţyrfti sigur enda erfitt ađ vera í ţeirri stöđu ađ ţurfa ađ sćkja tvo sigra í KA-Heimiliđ. KA liđiđ fór ekki nćgilega vel af stađ og gerđi nokkur mistök og heimamenn í HK leiddu leikinn lengst af í fyrri hálfleik.

Ţegar um 20 mínútur voru búnar af fyrri hálfleiknum ţá kom góđur kafli hjá okkar liđi og strákarnir tóku forystuna og gott betur og náđu ţriggja marka forskoti. HK liđiđ var ţó ekki af baki dottiđ og skorađi síđustu tvö mörk hálfleiksins og stađan ţví 10-11 fyrir KA ţegar flautađ var til hálfleiks.

Tímalína fyrri hálfleiks

Einhverjir spekingar voru á ţví ađ međbyrinn inn í síđari hálfleikinn vćri HK megin en svo var alls ekki og voru fyrstu 5 mörk síđari hálfleiks gul og glöđ, stađan var ţví skyndilega orđin 10-16. KA komiđ í kjörstöđu en liđiđ hefur í nokkur skipti í vetur glutrađ góđri stöđu, ţađ var ţó eins og leikmenn vćru búnir ađ lćra af reynslunni.

HK liđiđ reyndi nefnilega hvađ ţađ gat til ađ minnka muninn, ţeim tókst ađ minnka muninn niđur í 3 mörk en lengst af var forskotiđ 4-5 mörk og KA sigldi á endanum mjög sannfćrandi 20-25 sigri. Gleđin var mikil í leikslok enda liđiđ komiđ í algjöra lykilstöđu í einvígi liđanna og getur klárađ dćmiđ í KA-Heimilinu á fimmtudaginn klukkan 19:00.

Tímalína seinni hálfleiks

Sigţór Gunnar Jónsson var markahćstur međ 5 mörk og var frábćrt ađ sjá sjálfstraustiđ hjá Sigţóri í dag. Andri Snćr Stefánsson og Dagur Gautason gerđu 4, Sigţór Árni Heimisson og Ólafur Jóhann Magnússon gerđu 3, Heimir Örn Árnason og Jón Heiđar Sigurđsson gerđu 2 mörk og ţeir Áki Egilsnes og Einar Birgir Stefánsson gerđu 1 mark hvor. Jovan Kukobat varđi 18 skot í marki KA.

Tölfrćđi leiksins

Ţađ var virkilega gaman ađ sjá hve margir KA menn lögđu leiđ sína í Digranesiđ og var liđiđ vel stutt áfram af okkar frábćra fólki. Nokkuđ stór hópur kom meira ađ segja frá Akureyri á leikinn, geri ađrir betur!

KA-TV mćtti í Digranesiđ og sýndi beint frá leiknum, útsendinguna má sjá í spilaranum hér ađ neđan.

Nú skorum viđ einfaldlega á alla KA menn ađ mćta í KA-Heimiliđ á fimmtudaginn og sjá til ţess ađ strákarnir klári dćmiđ. Ţetta lítur vel út en ţađ er enn verk ađ vinna og til ađ ţetta gangi upp ţurfum viđ á ykkur ađ halda!


Knattspyrnufélag Akureyrar  |  Dalsbraut 1 600 Akureyri  |  S. 462 3482 | Hafa samband