Kappa markmannsţjálfari KA út 2026

Fótbolti

Markmannsţjálfarinn Michael Charpentier Kjeldsen eđa Kappa eins og hann er iđulega kallađur hefur skrifađ undir nýjan samning viđ knattspyrnudeild KA út keppnistímabiliđ 2026. Kappa hóf störf hjá félaginu í janúar á ţessu ári og hefur komiđ af miklum krafti inn í starfiđ.

Ţađ er ákaflega ánćgjulegt ađ viđ séum búin ađ framlengja viđ Kappa en hann er reynslumikill danskur ţjálfari. Hann er í ţjálfarateymi meistaraflokks karla auk ţess ađ sjá um markmannsţjálfun yngriflokka og hefur hann nú ţegar lyft starfi okkar upp á hćrra plan.

Kappa hefur mikiđ metnađ fyrir hönd markmanna félagsins og var ţađ mikill vilji hjá báđum ađilum ađ halda samstarfinu áfram og nú ljóst ađ hann verđur áfram út keppnistímabiliđ 2026.

"Ég er mjög ánćgđur međ ađ framlengja veru mína hjá KA og hlakka til ađ halda áfram ađ ţróa afreksstarfiđ í meistaraflokki auk ţeirra fjölmörgu öflugu ungu markmanna í yngriflokkunum. Ţađ hefur veriđ frábćr upplifun ađ koma inn í félagiđ og mér hefur veriđ afar vel tekiđ. Ţađ var ţví ekki spurning ađ framlengja samninginn viđ KA og ég hlakka mikiđ til komandi ára hér fyrir norđan" sagđi Kappa í samtali viđ heimasíđuna.


Knattspyrnufélag Akureyrar  |  Dalsbraut 1 600 Akureyri  |  S. 462 3482 | Hafa samband