Kemst Ţór/KA í bikarúrslitaleikinn?

Fótbolti
Kemst Ţór/KA í bikarúrslitaleikinn?
Gríđarlega mikiđ undir á morgun (mynd: Sćvar Geir)

Ţór/KA mćtir KR á Meistaravöllum á morgun, laugardag, í undanúrslitum Mjólkurbikarsins kl. 14:00. Stelpurnar hafa gert gríđarlega vel ađ komast alla leiđina í undanúrslitin en í síđustu umferđ slógu ţćr út toppliđ Vals eftir svakalegum leik međ sigurmarki á lokamínútunum.

Ţór/KA lék til úrslita í Bikarnum sumariđ 2013 og mćtti ţá Breiđablik en sá leikur tapađist 2-1 en mark okkar liđs gerđi Katrín Ásbjörnsdóttir. Ţetta er eina skiptiđ sem Ţór/KA hefur komist í úrslitaleikinn og ljóst ađ stelpurnar munu leggja allt í sölurnar til ađ komast í stćrsta leik sumarsins.

Bikarkeppnin er líklega eini bikarinn sem liđiđ á möguleika á í sumar en í Pepsi Max deildinni eru Valur og Breiđablik međ 11 stiga forskot á toppi deildarinnar og erfitt ađ sjá bćđi liđ missa flugiđ. Ţau eru hinsvegar bćđi dottin út í bikarnum.

Viđ hvetjum ađ sjálfsögđu alla sem geta til ađ mćta á ţennan stórleik á morgun og styđja stelpurnar áfram í sjálfan bikarúrslitaleikinn, ţađ má búast viđ hörkuleik en í síđustu viđureign liđanna skildu liđin jöfn 2-2 á Ţórsvelli.


Knattspyrnufélag Akureyrar  |  Dalsbraut 1 600 Akureyri  |  S. 462 3482 | Hafa samband